Rússnesk stjórnvöld hafa ekki verið mikið fyrir að skýra frá mannfalli rússneskra hersveita í Úkraínu og hafa gefið upp mjög lágar tölur miðað við mat Vestrænna leyniþjónustustofnana. Því hafa eflaust margir sperrt eyrun á föstudaginn þegar Dmitrij Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns forseta, ræddi við Sky News og viðurkenndi að rússneski herinn hafi orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu.
Skömmu áður hafði Mikhail Misjustin, forsætisráðherra Rússlands, viðurkennt að Rússar séu nú í mjög erfiðri stöðu efnahagslega vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Sagði hann stöðuna vera þá verstu í þrjá áratugi.
Rússnesk stjórnvöld eru ekki beinlínis þekkt fyrir að viðurkenna hlutina þegar þeir ganga illa. Því vaknar spurningin af hverju gera þau það nú?
Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Dansk Institut for International Studier, varpaði ljósi á þetta í færslu á Twitter. Hann sagði í ljósi ummæla Peskov þá sé ljóst að rússnesk stjórnvöld séu að undirbúa almenning undir nýjar tölur um mannfallið. Hið raunverulega mannfall sé miklu meira en stjórnvöld hafa skýrt frá. „Eins og ég les þetta þá eru örugglega nýjar tölur á leiðinni, sem eru ekki endilega réttar, en eru kannski þannig að rússneskum almenningi mun bregða,“ sagði hann.
Putins talsmand Pesjkov erkender nu "betydelige tab" for RUS i #ukraine. "Det er en stor tragedie for os". Seneste tal fra RUS forsvarsministerium var 1351 dræbte. Utroværdigt. Absolut minimum. Forbereder sikkert RUS offentlighed på noget højere (men fortsat manipulerede) tabstal
— Flemming Splidsboel (@splidsboel) April 7, 2022