fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Sigurvegari Rímnaflæðis með nýjan smell – „Ég er sjálf alveg að tryllast úr spenningi“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 10. apríl 2022 13:29

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 14 ára Akureyringur, sigraði Rímnaflæði 2021 með laginu „Mætt til leiks.” Nú fylgir hún sigrinum eftir með nýju lagi sem heitir einfaldlega „Bla bla bla.”

„Lagið er um hvernig það er að vera unglingur í dag, bodyshaming, eitruð vinasambönd og síma-veruleikann,” segir Ragnheiður og bætir við „Það er líka virkilega gaman að vera unglingur og mikið að skemmtilegum tækifærum, ég hvet alla unglinga til að vera skapandi.”

Ragnheiður, einnig þekkt sem Ragga Rix, er nýlega komin aftur heim til Akureyrar eftir að hafa dvalið í fjóra mánuði á Tenerife með fjölskyldu sinni.

„Ég samdi lagið þar, fór í stúdíó og gerði myndbandið þar líka. Það er gaman að koma heim til Akureyrar aftur. Það er það skemmtilega við ferðalög, að fara og upplifa eitthvað nýtt og spennandi, og koma svo aftur heim með nýjar hugmyndir.“

Sem sigurvegari Rímnaflæðis kemur hún fram á Samfestingnum, stærsta balli Samfés á ári hverju sem haldið verður 29.-30.apríl.

Frá 2001 hefur SamFestingurinn verið haldinn í Laugardalshöllinni þar sem aðrir staðir voru sprungnir vegna fjölda ungmenna. Síðustu ár hafa mætt um 4500 ungmenni, um 30% unglinga landsins, alls staðar að af landinu og fulltrúar 120 félagsmiðstöðva, ásamt 300-400 starfsmönnum. Eðlilega er Ragnheiður spennt fyrir þessu.

„Ég er sjálf alveg að tryllast úr spenningi fyrir þeim viðburði. Svo eru fleiri gigg framundan, og ég er alltaf að skrifa og reyna að bæta mig í rappinu. Svo er ég líka með augun opin fyrir fleiri skemmtilegum tækifærum.“

Ragga Rix sigraði Rímnaflæði – 13 ára rappar um að vera þreytt á typpamyndum – Myndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“
Fókus
Í gær

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Eddunnar 2025

Tilnefningar til Eddunnar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta