Will Smith verður bannað að mæta á Óskarsverðlaunin svo og alla aðra viðburði á vegum kvikmyndaakademíunnar næstu 10 árin. Stjórnendur Akademíunnar funduðu í dag og var niðurstaðan tilkynnt fyrr í kvöld að íslenskum tíma. Bannið er sett í uppákomunnar þegar leikarinn löðrungaði grínistann Chris Rock á Óskarsverðlaununum þann 27. mars síðastliðinn. Smith sagði sig úr Akademíunni í síðustu viku vegna atburðarins.
,,Ég samþykki og virði ákvörðun akademíunnar,” sagði Smith í yfirlýsingu eftir tilkynninguna.
Í tilkynningu Akademíunnar segir:
„94. Óskarsverðlaununum var ætlað að vera hátíð þeirra fjölmörgu einstaklinga í samfélagi okkar sem unnu ótrúlegt starf á síðasta ári; Hins vegar féllu þessar stundir í skuggann af þeirri óviðunandi og skaðlegu hegðun sem við sáum herra Smith sýna á sviðinu.
Í útsendingunni okkar ræddum við ekki nægilega vel um ástandið og þykir okkur það leitt. Um var að ræða tækifæri fyrir okkur til að vera fordæmi fyrir gesti okkar, áhorfendur og Akademíufjölskyldu okkar um allan heim og við stóðum okkur ekki – vorum ekki undirbúin hinu óþekkta.”
Ekki á af Will Smith að ganga því erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að tónlistarmaðurinn August Alsina muni leysa frá skjóðunni um ástarsamband hans og leikkonunnar Jada Pinkett Smith.
August, 30 ára, og Jada, 50 ára, kynntust árið 2015 en þá voru Smith hjónin ekki búin að ákveða að opna sambandið og hafði framhjáhaldið mikil áhrif á parið sem skildi að borði og sæng um tíma.
Sjá: Enn frekari niðurlæging blasir við Will Smith – Elskhugi eiginkonu hans ætlar að láta allt flakka