fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Vigdís fyrirgefur Sigurði Inga

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 8. apríl 2022 13:15

Vigdís og Sigurður - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hittust í dag og ræddu Búnaðarþingsmálið svokallaða. Það snýst um ummæli sem Sigurður lét falla um Vigdísi í gleðskap tengdum Búnaðarþingi. Sigurður á að hafa vísað til Vigdísar sem „hinnar svörtu“ í gleðskapnum samkvæmt heimildum DV.

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, steig fram í kjölfar umfjöllunar DV um málið og sagði að um algjört bull væri að ræða því að hún hafi verið við hlið Sigurðar Inga þegar atvikið átti að hafa átt sér stað. Eftir það steig Vigdís sjálf fram og fullyrti að Sigurður Ingi hafði viðhaft særandi ummæli um sig. Sigurður Ingi baðst svo síðar um daginn afsökunar.

Vigdís segir frá fundi sínum og Sigurðar Inga í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Í færslunni kemur fram að Sigurður hafi borið fram einlæga afsökunarbeiðni sem Vigdís hefur meðtekið. Hún lítur svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.

„Í dag hittumst við Sigurður Ingi og áttum hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal. Ástæður fundarins þarf vart að tíunda en á fundinum bar Sigurður fram að mínu mati einlæga afsökunarbeiðni sem ég hef meðtekið. Ég lít svo á að með þessum fundi okkar sé komið að málalokum og sannanlega er þessu lokið af minni hálfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi