fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Framleiðslu á Ísey skyri hætt í Rússlandi – Kaupfélag Skagfirðinga dregur sig út úr eignarhaldi á IcePro

Eyjan
Föstudaginn 8. apríl 2022 10:45

Ísey skyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísey útflutningur ehf. hefur rift leyfissamningi við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkjum ISEY-skyr fyrir Rússlandsmarkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ísey útflutningur ehf. hefur haft leyfissamninginn til skoðunar undanfarnar vikur vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu. Samningnum hefur nú verið rift og búið er að tilkynna ákvörðunina til forráðamanna IcePro í Rússlandi. Samhliða þessari ákvörðun hefur Kaupfélag Skagfirðinga dregið sig út úr eignarhaldi á félaginu IcePro. Því er ljóst að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyr í Rússlandi verður
hætt og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi.

Þá segir í tilkynningunni að í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi sé vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands. Árið 2018 hóf framangreint rússneskt félag, í eigu þarlendra aðila og áður Kaupfélags Skagfirðinga, framleiðslu og dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi samkvæmt umræddum leyfissamningi sem nú hefur verið rift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur“

„Ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu