fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Keypti hlut í Íslandsbanka og gagnrýnir verðið – Segir að ríkið hefði getað fengið hærra verð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga hefur verið í samfélaginu eftir að ríkissjóður seldi stóran hlut í Íslandsbanka nýlega. Salan fór nánast fram í skjóli nætur og var sveipuð miklum leyndarhjúp. Í vikunni var listi yfir kaupendur birtur og ekki hefur það slegið á ólguna. Rætt hefur verið um að ríkið hafi selt hlut sinn of lágu verði og að fáir útvaldir hafi fengið að koma að kaupum á hlut ríkisins.

Einn þeirra sem keypti hlut í bankanum er Jakob Valgeir Flosason fagfjárfestir, en hann keypti fyrir tæplega milljarð í útboðinu. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að það að kaupendalistinn hafi verið opinberaður hreyfi ekki mikið við honum, hann sé orðinn öllu vanur.

En á hinn bóginn sagðist hann hafa meiri áhyggjur af því verði sem ríkið fékk fyrir sinn hlut, algjör óþarfi hafi verið að gefa svo mikinn afslátt: „Ef menn vilja gagnrýna eitthvað þá ættu þeir að horfa á verðið sem ríkið seldi á. Að mínu mati hefði ríkið átt að selja til fárra en öflugra kjölfestufjárfesta, eins og talað var um í upphafi. Það var ekki gert. Í staðinn voru það aðallega lífeyrissjóðirnir sem pressuðu verðið niður í þessar 117 krónur á hlut. Ég veit það fyrir víst að ríkið hefði getað selt á genginu 122 ef þeir hefðu einbeitt sér að þeim sem voru tilbúnir til að borga meira. Það er það sem mér finnst alvarlegt í þessu.“

Hann vildi sjálfur kaupa mun stærri hlut í bankanum en hann fékk: „Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar það sé bankanum fyrir bestu að nokkrir öflugir fjárfestar komi inn af krafti og veiti honum aðhald. Þannig gæta þeir best sinna hagsmuna og hagsmuna bankans um leið. Það var það sem vakti fyrir mér. Þá hefði líka þjóðin fengið meira fyrir sinn snúð.“

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi