fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

„Við erum að nálgast hættulegasta tímapunkt mannkynssögunnar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 21:00

Noam Chomsky - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að nálgast hættulegasta tímapunkt mannkynssögunnar,“ segir bandaríski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Noam Chomsky í viðtali við The New Statesman. „Við stöndum frammi fyrir möguleikanum á algjörri útrýmingu mannkyns hér á jörðu.“

Ástæðuna fyrir þessari svartsýni Chomsky má meðal annars rekja til aukinnar hættu á notkun kjarnavopna vegna stríðsins í Úkraínu. „Við gætum verið að fara í kjarnorkustríð ef við náum ekki að nýta möguleikana sem standa til boða fyrir samningaviðræður,“ segir hann.

Einnig hefur Chomsky miklar áhyggjur af loftlagsbreytingum. „Við erum að nálgast óafturkræf tímamót og við getum ekki komið í veg fyrir það mikið lengur. Það þýðir ekki að allir séu að fara að deyja en það þýðir að við erum að fara inn í framtíð þar sem þeir heppnu verða þeir sem deyja fljótt.“

Í viðtalinu talar Chomsky einnig um Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, en hann stefnir á að verða forseti að nýju. Chomsky hefur áhyggjur af því og ber ræður Trump saman við ræður sem hann heyrði í útvarpinu þegar hann var ungur að aldri.

„Ég man eftir því að hafa hlustað á ræður Hitlers í útvarpinu. Ég skildi ekki orðin, ég var sex ára gamall. En ég skildi hvað var í gangi og það var ógnvekjandi. Ég get ekki gert annað en að hugsa um það þegar ég horfi á samkomurnar sem Trump heldur núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði