fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Fannst í lofti sjúkrahússins – Hvarf sporlaust af sjúkrastofunni lærbeinsbrotinn

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. maí árið 2019 slasaðist 53 ára maður að nafni Sandile Sibiya á fæti við byggingarvinnu í borginni Durban í Suður Afríku. Sibiya var alvanur þess að meiða sig við vinnu en í þetta skiptið var sársaukinn of mikill og hélt hann því á Mahatma Gandhi Memorial sjúkrahúsið.  Hann reyndist illa brotinn og töldu læknar best að hann dveldi á sjúkrahúsinu í tvo daga áður en yrði sendur á annað sjúkrahús sem sérhæfði sig í bæklunarlækningum. Sibiya var komið fyrir sjúkrastofu og að tveimur dögum liðnum héldu læknar inn á sjúkrastofu hans til síðustu skoðunar fyrir flutninginn. Sibiya var aftur á móti hvergi að finna og átti hjúkrunarfólk erfitt með að skilja hvernig lærbeinsbrotinn maður hefði látið sig hverfa án þess að nokkur yrði þess var. Leit var hafin á spítalanum og leitað í hverjum krók og kima án árangurs og var lögregla því kölluð til.

Líkið að baki flísanna

Sibiya var kvæntur, fjögurra barna faðir, og gat fjölskylda hans enga skýringu gefið á hvarfinu né hafði hún hugmynd um hvar hann væri niður kominn. Samkvæmt öllum sem til þekktu var Sibiya hamingjusamur fjölskyldumaður sem lifði rólegu lífi og átti ekki sökótt við nokkurn mann. Lögregla lýsti eftir Sibiya en enginn gaf sig fram með upplýsingar um hvarfið.

Spítalinn sem Sipiya hvarf á.

Í tvær vikur vissi enginn hvar Sibiya var niður kominn en þann 24. maí byrjaði starfsfólk að finna ólykt innan veggja spítalans og jókst hún jafnt og þétt. Starfsfólk hóf leit að uppruna fnyksins og loks var talið fullvíst að hann mætti rekja til geymslu nokkurrar. Loft geymslunnar var augljóslega rakt og rann þaðan illþefjandi vökvi sem ekki vissi á gott. Starfsmaður sótti stiga og fjarlægði loftflísar til að kanna upptök rennslisins. Starfsfólkið fékk algjört áfall þegar við þeim blasti rotnað mannslík að baki flísanna.  

Leyndardómur

Lögregla var kölluð til sem fjarlægði líkið sem síðar var staðfest að væri Sandile Sibiya. Ekki tókst að finna hvað varð honum að bana en líklegt er talið að hann hafi soltið í hel. Harmi slegin ekkjan krafðist svara frá sjúkrahúsyfirvöldum um hvernig á því stæði að maður hennar hefði fundist látinn í lofti á geymslu sjúkrahússins. Enginn gat gefið ekkjunni svar. Við skoðun á læknaskýrslum Sibiya kom í ljós að hann hafði strítt við geðsjúkdóma og vildu margir meina að geðraskanir hefðu rekið Sibiya til að ráfa að geymslunni og klifra upp á loftið.

Það  er aftur á móti margt sem mælir á móti því. Ekki fannst neinn stigi eða annað sem Sibiya hefði getað notað til að klifra upp og erfitt var að sjá hvernig hann hefði getað raðað veggflísunum aftur snyrtilega eftir að hafa skriðið á bak við þær. Flestir áttu líka erfitt með að trúa að maður með mölbrotin lærlegg hefði getað borið sig að og voru engin vitni til staðar. 

Lögregla gat ekki fundið neinn starfsmann spítalans sem hafði einhver tengsl við Sibiya né nokkurn sem mögulega getað haft horn í síðu hans eða haft ástæðu til að skaða hann.

Leyndardómurinn um hvernig Sandile Sibiya komst upp á loft geymslunnar í sjúkrahúsinu er enn óupplýstur. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“