fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Ný þungunarrofslög samþykkt í Oklahoma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 19:30

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í Oklahoma samþykkti á þriðjudaginn ný lög um þungunarrof. Samkvæmt þeim verður þungunarrof að mestu leyti ólöglegt í ríkinu. Aðeins má grípa til þungunarrofs ef lífi móðurinnar er ógnað.

Það verður hægt að refsa þeim sem framkvæma þungunarrof með allt að tíu ára fangelsi og sekt upp á 100.000 dollara.

Repúblikanar fara með völd í ríkinu og það var meirihluti þeirra á ríkisþinginu sem samþykkti lögin. Nú þarf ríkisstjórinn, Kevin Stitt, að staðfesta þau en hann er einnig Repúblikani og hefur ekki farið leynt með andúð sína á þungunarrofi. ABC News segir að Stitt hafi sagt að hann muni staðfesta öll lög, sem þrengja heimildir til þungunarrofs, sem koma inn á hans borð.

Lögin munu væntanlega taka gildi í sumar nema dómstólar komi í veg fyrir það.

„Þessi skaðlegu lög eru ógnvekjandi áminning um að dagar með aðgengi að öruggu og löglegu þungunarrofi heyra sögunni til sagði Tamya Cox-Toure, framkvæmdastjóri American Civil Liberties Union of Oklahoma en samtökin berjast meðal annars fyrir frjálsu aðgengi kvenna að þungunarrofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn