fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Sæljón hafa hertekið fiskeldisstöð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:00

Sæljónin þurfa ekki að hafa mikið fyrir að ná sér í lax í kvíunum. Mynd:Clayoquot Action

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir hungraðra sæljóna hafa hertekið fiskeldisstöð á vesturströnd Vancouver Island í Bresku Kólumbíu í Kanada. Í fiskeldisstöðinni er lax alinn og hafa sæljónin nú étið ótilgreint magn af honum. Tilraunir starfsmanna til að bola þessum óboðnum gestum á brott hafa ekki borið mikinn árangur.

Sæljónin byrjuðu að herja á Cermaq‘s Rant Point fiskeldisstöðina, sem er nærri Tofino í Bresku Kólumbíu, þegar byrjað var að slátra fiski þar. Ágengni sæljónanna færðist síðan í vöxt og síðasta laugardag voru að minnsta kosti tuttugu dýr sem gæddu sér á laxi úr kvíunum.

Náttúruverndarsinnar eru ekki að skafa utan af hlutunum þegar þeir ræða um málið og Bonny Glambeck, sem starfar á vegum Clayoquot Action society, sagði að sæljónin væru að gæða sér á hlaðborði þessa dagana.

Sæljónin hafa gert sig heimankomin í eldisstöðinni. Mynd:Clayoquot Action

 

 

 

 

 

 

Myndband, sem var tekið á laugardaginn, sýnir sæljón inni í fiskeldisstöðinni þar sem er hægt að vera með allt að 500.000 laxa í kvíum. Sæljónin sjást úða í sig fiski og fara á milli kvía.

Cbc segir að Glambeck hafi lýst yfir áhyggjum af að ef sæljónin hafi sloppið inn í gegnum gat á girðingunni þá þýði það laxar hafi getað sloppið úr eldisstöðinni. Fulltrúar eldisstöðvarinnar sögðu að sæljónin hafi ekki komist inn um gat, þau hafi einfaldlega hoppað yfir girðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda