fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Telja sig hafa loksins fundið morðingjann – Herjaði á konur sem unnu á mótelum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 19:30

Vicki Heath, Jeanne Gilbert og Margaret "Peggy" Gill - Skjáskot/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1987 var Vicki Heath, 41 árs gömul tveggja barna móðir, myrt í Kentucky í Bandaríkjunum. Tveimur árum síðar voru þær Margaret „Peggy“ Gill,  24 ára, og Jeanne Gilbert, 34 ára, myrtar í nágrannaríkinu Indiana. Morðin á þessum þremur konum höfðu verið óleyst í rúma þrjá áratugi en nú telur lögreglan í Indiana að hún viti hver var að verki í morðunum.

Lögreglan telur að Harry Edward Greenwell sé hinn alræmdi „Days Inn morðingi“, eins og hann hefur verið kallaður í umfjöllun um málið árum saman. Greenwell lést í Iowa í Bandaríkjunum fyrir 9 árum síðan, 68 ára að aldri. Samkvæmt New York Times herjaði hann á konur sem unnu á vegahótelum, eða mótelum eins og þau eru gjarnan kölluð.

Lík Heath fannst fyrir aftan Super 8 mótelið sem hún starfaði hjá. Tveimur árum síðar fannst lík Gill í tómu rými á móteli í Days Inn-keðjunni og einungis tveimur og hálfum tíma síðar var Gilbert rænt af öðru Days Inn móteli. Lík Gilbert fannst í um 24 kílómetra fjarlægð frá mótelinu sem hún vann hjá. Allar konurnar báru þess ummerki um að hafa verið misnotaðar kynferðislegar en þær voru svo í kjölfarið myrtar með skotvopni.

Engin vitni voru að morðunum og því reyndist erfitt að leysa þau. Árið 1990 lét „Days Inn morðinginn“ til skarar skríða aftur, á enn öðru móteli í Days Inn-keðjunni. Kona sem vann í móttökunni á því móteli sagði mann hafa komið inn, hótað sér með hníf og nauðgað sér. Þessi árás var í fyrstu ekki tengd við morðin á hinum mótelunum en nú, mörgum árum síðar, notuðust yfirvöld við DNA-tækni til að tengja Greenwell við nauðgunina sem og morðin þrjú.

Málið er enn í rannsókn en talið er mögulegt að Greenwell hafi verið sökudólgurinn í öðrum morðum, nauðgunum og ránum á svæðinu. Greenwell var svokallaður góðkunningi lögreglunnar og var hann með langa sakaskrá. Á árunum 1963-1998 framdi hann meðal annars vopnað rán og innbrot. Þá var hann tvívegis dæmdur til fangelsisvistar en hann náði tvisvar sinnum að flýja úr haldi lögreglunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið