fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Ísraelsk kona dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 22:00

Dubai er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fidaa Kiwan, 43 ára ísraelsk kona, var nýlega dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún var handtekin í mars 2021, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins. Við leit í íbúð hennar fann lögreglan hálft kíló af kókaíni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Kiwan haldi því fram að hún hafi ekki átt kókaínið. Lögmenn hennar eru nú að undirbúa áfrýjun dómsins.

Ísraelska utanríkisráðuneytið segist vera að vinna í málinu. Samskipti Ísraels og Furstadæmanna hafa verið ágæt á síðustu árum eftir að þau undirrituðu samning um bætt samskipti og eðlileg samskipti ríkjanna. Í kjölfarið byrjuðu Ísraelsmenn að ferðast til Furstadæmanna og Furstadæmin ætla að fjárfesta fyrir milljarða dollara í Ísrael.

Naftali Bennet, forsætisráðherra, fór í desember í opinbera heimsókn til Abu Dhabi og varð þar með fyrsti ísraelski forsætisráðherrann til að heimsækja landið. Forseti Ísraels fór einnig í opinbera heimsókn þangað nýlega.

Mjög hart er tekið á brotum gegn fíkniefnalöggjöfinni í Furstadæmunum og dauðadómar eru algengir. Þeim er oft breytt í langa fangelsisdóma þegar áfrýjunardómstólar taka málin fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta