fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Maraþonhlaupari pyntaður og myrtur í Kyiv

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 14:30

Serhiy Pronevychs. Mynd:Kharkiv Human Rights Protection Group

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Martröð.“ Þannig er síðustu dögum Serhiy Pronevychs lýst þrátt fyrir að engin vitni hafi verið til staðar og geti skýrt frá hvað gerðist í kjallara húss eins í útjaðri Kyiv. En fólk gengur út frá að það hafi verið sannkallaður hryllingur.

Serhiy komst í Heimsmetabók Guiness 2019 fyrir að hafa lokið maraþonhlaupi í fullum herklæðnaði. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu tók Serhiy að sér njósnastörf fyrir úkraínsku varnarsveitirnar og njósnaði um rússneskar skriðdrekasveitir og staðsetningu þeirra.

En 12. mars hvarf hann skyndilega. 17 dögum síðar fannst lík hans.

Ekki er vitað með vissu hvað gerðist á þessum tíma en móðir hans, Antonina, sagði í samtali við fulltrúa Kharkiv Human Rights Protection Group að líklega hafi verið setið fyrir Serhiy og félögum hans og þeir teknir til fanga. Greinileg för eftir handjárn voru á úlnliðum hans.

Suspilne segir að ástæða sé til að telja að hann hafi ekki verið drepinn strax eftir að hann var handsamaður.

Antonina hefur fengið þær upplýsingar frá yfirvöldum að honum hafi verið haldið föngnum í kjallara og að þar hafi hann verið pyntaður. Greinilega ummerki eftir pyntingar séu á líki hans. Líklega hafi hann verið pyntaður til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden