fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Segja að Rússland hafi færst enn nær þjóðargjaldþroti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 09:00

Rússneskar rúblur eru eiginlega bara eldsmatur á alþjóðavettvangi. Mynd:getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur nú bannað bandarískum bönkum að sjá um greiðslur Rússa til skuldabréfaeigenda. Þetta þýðir að Rússland hefur færst nær þjóðargjaldþroti.

Financial Times og Reuter skýra frá þessu og segja að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi nú lokað fyrir þann möguleika að bandarískir bankar geti séð um greiðslur í dollurum til eigenda rússneskra ríkisskuldabréfa. Reuters segir að á mánudaginn hafi fjármálaráðuneytið lokað fyrir þann möguleika Rússa að nota þann hluta gjaldeyrisforða þeirra, sem er í bandaríska fjármálakerfinu, til að greiða skuldabréfaeigendum.

Stór hluti af gjaldeyrisforða Rússa var frystur í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu en þar til á mánudaginn hafði bandaríska fjármálaráðuneytið heimilað Rússum að nota þessa peninga til að greiða skuldabréfaeigendum.

Í mars voru einnig uppi vangaveltur um rússneskt þjóðargjaldþrot þegar Rússar áttu að greiða afborganir af lánum en þeim tókst það þá. En nú hafa bandarísk yfirvöld hert tökin enn frekar og því ræða nú margir um yfirvofandi þjóðargjaldþrot. „Það er erfitt að sjá hvernig rússneska fjármálaráðuneytið ætlar að greiða bandarískum ríkisskuldabréfaeigendum í dollurum og það er erfitt að sjá hvernig Rússar eiga tæknilega séð að geta komið dollurum inn í kerfið,“ sagði Timothy Ash, hagfræðingur hjá Bluebay Asset Management, í samtali við Financial Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi