Opnunartími vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar hefur verið lengdur og er nú sá rýmsti á landinu í verslun af þessu tagi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Nálgast má vörur í vöruhúsi Nýju Vínbúðarinnar alla daga vikunnar frá ellefu að morgni til átta að kvöldi virka daga og frá tólf til átta laugardaga og sunnudaga. Áður var opið til sex síðdegis.
Sverrir Einar Eiríksson, Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar segir: „Það er eftirspurn eftir þeirri þjónustu Nýju Vínbúðarinnar og henni hefur verið afar vel tekið. Við viljum gera enn betur við okkar viðskiptavini og aukum því þjónustu við viðskiptavini með þessum hætti, auk þess að bjóða vinsælar vörur á betra verði en kostur hefur verið annars staðar. Svo fjölgar líka jafnt og þétt vörum sem við bjóðum upp á. Núna erum við með einar fimmtán hundruð tegundir, en við stefnum að því að þær verði fljótlega orðnar tíu þúsund. Þar eigum við í samstarfi við hollenskt fyrirtæki og hlökkum til að bjóða tegundir sem margar
hverjar hafa ekki sést á Íslandi áður.“
Vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar er að finna í Skipholti 27 í Reykjavík, en verslunin býður jafnframt upp á heimsendingu á vörum sínum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekkert er greitt fyrir pantanir yfir 25 þúsund krónum. Þá hafa hraðsendingar á höfuðborgarsvæðinu notið vinsælda, en þá eru vörur sendar innan tveggja stunda.
Eins er hægt að fá vörur afhentar á afhendingarstöðum Dropp, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Jafnframt býður Dropp upp á heimsendingar á Suðvesturhorninu, auk þess sem hægt er að fá vörur afhentar í einhverjum vöruhúsa Flytjanda.
Nánari upplýsingar um vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar má finna hér