fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Dýrasta klipping Íslandssögunnar – Borguðu tæpa hálfa milljón fyrir klippingu

Fókus
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir eiga líklega heiðurinn af dýrustu klippingu Íslandssögunnar. Í þættinum Geggjaðar græjur á árið 2014, sem sýndur var á Stöð 2, borguðu þeir 0,071 Bitcoin fyrir klippingu. Snerist innslagið um þau tíðindi að nú væri hægt að borga fyrir þjónustu með rafmyntum.

Á sínum tíma var um sanngjarna upphæð að ræða en nú hefur mikið vatn runnið til sjávar varðandi gengi Bitcoin. Í dag er 0,071 Bitcoin rétt tæplega hálf milljón króna. Það er því afar líklegt að klippingin hirði gullverðlaun sem dýrasta klipping Íslandssögunnar en ljóst er að viðskiptin sem slík fá engin verðlaun – nema kannski hjá Hagsmunasamtökum danskra hárgreiðslumeistara.

Vísir birti fyrr í dag innslagið skemmtilega úr þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“