fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Jim Carrey kallaður hræsnari – Beitti Aliciu Silverstone kynferðisofbeldi á sviði og reyndi að fara í sleik við Will Smith

Fókus
Föstudaginn 1. apríl 2022 18:32

Jim Carrey. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Jim Carrey er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Will Smith fyrir að löðrunga Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni og gagnrýndi raunar alla gestina á hátíðinni sem stóðu upp og klöppuðu fyrir Smith stuttu eftir árásina þegar hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalshlutverki.

Nú hafa netheimar hins vegar rifjað upp að Carrey hefur síður en svo alltaf verið til fyrirmyndar.

Alicia Silverstone sló í gegn árið 1995 í myndinni Clueless.

Það var á MTV kvikmyndaverðlaununum 1997 sem leikkonan Alicia Silverstone, þá aðeins tvítug og hafði slegið í gegn í myndinni Clueless tveimur árum áður, veitti verðlaun fyrir besta gamanleik. Carrey var sigurvegarinn en þegar hann kom upp á svið að taka við verðlaunagrip úr hendi Silverstone greip hann harkalega um höfuð hennar og kyssti hana á munninn á meðan hún reyndi að ýta honum frá sér. Þarna var Carrey 35 ára og þegar orðin súperstjarna en verðlaunin hlaut hann fyrir leik sinni í myndinni The Cable Guy.

Fólk hefur kallað Carrey hræsnara fyrir að gagnrýna Will Smith þegar hann sjálfur hefur veist kynferðislega að ungri leikkonu á verðlaunahátíð.

En ekki nóg með það heldur var seinna um kvöldið tilkynnt að Will Smith, þá 28 ára, hlyti verðlaun á MTV hátíðinni fyrir besta kossinn í kvikmynd og þegar hann var á leið upp á sviðið gekk Carrey að honum og virtist reyna að fara í sleik við hann en Smith tókst að ýta honum í burtu.

Carrey á að baki langan feril. Hann er nú sextugur og tilkynnti fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði líklega að hætta í kvikmyndum eftir útkomu myndarinnar Sonic The Hedgehog 2 þar hann leikur illmennið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall