fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Tveir síbrotamenn þurfa að borga Bláa lóninu skaðabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. apríl 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir rúmenskir félagar hafa verið sakfelldir fyrir langan lista af þjófnaðarbrotum sem þeir frömdu saman síðastliðið haust, víðsvegar um landið. Ekki hefur tekist að birta félögunum dóm sem kveðinn var upp gegn þeim þann 15. desember síðastliðinn. Annar mannanna er ungur að árum, fæddur árið 1994, en hinn er miðaldra, fæddur árið 1975.

Þjófnaðarbrotin eru samtals níu og voru framin í september og október síðastliðið haust. Mennirnir stálu meðal annars tveimur Canada Goose úlpum úr verslun Bláa lónsins, sem og þremur dýrum húfum.

Einnig stálu þeir ilmvötnum fyrir 155 þúsund kall úr verslun Lyfju á Akureyri, þeir stálu ilmvötnum fyrir rúmlega 220 þúsund krónur úr Hagkaupum úr Skeifunni, stálu 66°N úlpum úr verslun 66°Norður á Akureyri og stálu fatnaði að verðmæti 163.000 kr. úr Sports Direct úr Kópavogi.

Félagarnir játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Eldri maðurinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en þrír mánuðir af því eru skilorðsbundnir. Yngri maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en tveir mánuðir eru skilorðsbundir.

Mennirnir eru auk þess dæmdir til að greiða Bláa Lóninu tæplega 340 þúsund í skaðabætur og Högum tæplega 200 þúsund krónur.

Mennirnir tveir finnast ekki og hefur þeim því verið birtur dómurinn í Lögbirtingablaðinu.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum