Guðmundur Andri Thorsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta staðfestir Guðmundur Andri í stuttu samtali við DV og segist hlakka til samstarfsins.
Vefmiðillinn Innherji greindi fyrst frá.
Gert er ráð fyrir að Guðmundur Andri hefji störf í byrjun næstu viku en hann tekur við að Freyju Steingrímsdóttur, sem hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Loga undanfarin ár en á dögunum ráðin samskiptastjóri BSRB.
Sjá einnig: Freyja ráðin samskiptastjóri BSRB
Formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi og eru ekki jafnframt ráðherrar, eiga rétt á að ráða sér aðstoðarmann í fullt starf.