„Hann er mjög nálægt mér og ég hreinlega tók ekkert eftir þessum hníf, hann var með hann inni á sér og hefur sennilega stungið mig þegar ég er kominn alveg up að honum. Ég finn ekki neitt,“ lýsir Skúli Eggert en Guðgeir hafði falið 15 sentímetra veiðihníf innan klæða.

Sagðist hata lögfræðinga

Á örfáum sekúndum stakk Guðgeir Skúla Eggert margsinnis í lungu, lifur og nýra, áður en Guðni Bergsson kom aðvífandi og bjargaði lífi samstarfsmanns síns.

„Mér fannst ég vera að hitna á neðri partinum af buxunum ég lít niður og sé blóðgusurnar eins og úr garðslöngu. Maður hefur séð þetta í bíómyndum, hjartað pumpar og blóðið spýtist út. Ég áttaði mig strax hvað er í gangi,“ segir Skúli Eggert.

Skúli fann aldrei fyrir stungunum en þegar hann áttaði sig á hvað væri í gangi greip hann í Guðgeir, keyrði hann í átt að hurðinni á skrifstofunni og sagði: „Hvern fjandann ertu að gera, drengur?“

Því svaraði árásarmaðurinn á kaldrifjaðan hátt: „Ég hata lögfræðinga“. Við það var Skúli hissa og svaraði: „Ég er ekki lögfræðingur!“

Þetta er saga af fádæma æðruleysi og fyrirgefningu en Skúli Eggert segist ekki bera kala til árásarmannsins. Mannamál kl. 19 annað kvöld og strax aftur kl. 21:00 á Hringbraut.

Á vef Fréttablaðsins má sjá stiklu úr viðtalinu.