fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Móðir sem flutti syni sína frá Noregi ræðir við DV – „Það er verið að refsa mér en líka verið að refsa börnunum stórkostlega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 12:58

Samsett mynd á að fanga anda fréttarinnar en tengist henni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Drengjunum er síður en svo hætta búin, þeir eru hæstánægðir og núna á meðan ég tala við þig eru þeir hérna úti í heita pottinum í góðu yfirlæti,“ segir móðir þriggja bræðra sem flutti þá frá Noregi til Íslands á mánudagskvöld með einkaflugvél. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, rétt eins og móðirin, fer með forsjá þeirra og hefur móðirin einungis umgengnisrétt upp á 16 klukkustundir á ári, fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir í senn. Skal umgengnin vera undir eftirliti og ber þeim að tala norsku á meðan umgengni fer fram.

Sjá einnig: Íslensk móðir talin hafa numið börn sín á brott frá Noregi í einkaflugvél

Faðirinn sagði í samtali við DV í gærkvöld að börnunum væri hætta búin í umsjá móðurinnar og hver klukkustund skipti máli. Hann sagðist síðan hafa tekið inn svefntöflu og gæti þess vegna ekki tjáð sig frekar. Móðirin segi að þessi ummæli dæmi sig sjálf og bendir á að tvær alsystur drengjanna hafa búið hjá móður frá árinu 2019 og faðir hefur engar áhyggjur af þeim.

Er DV ræddi við móðurina um hálftíuleytið í morgun sagði hún að íslensk yfirvöld hefðu ekki verið í sambandi við sig vegna málsins en hún hefði verið í sambandi við norsku lögregluna. „Ég gerði norsku lögreglunni grein fyrir því að drengirnir væru í fínu lagi en lögreglan vildi bara vita að það væri í lagi með þá. Og það er svo sannarlega allt í fínu lagi með þá.“

Sjá einnig: Faðir barnanna sem brottnumin voru frá Noregi segir að þeim sé hætta búin

Varðandi það að börnunum sé hætta búin í umsjá hennar bendir hún á að tvær dætur þeirra hjóna hafi verið hjá henni á Íslandi síðan árið 2019 og þeim vegni mjög vel. Ennfremur á konan tvo uppkomna syni með öðrum manni sem hefur vegnað vel. Hún bendir á að aldrei hafi neitt komið fram sem bendi til að börnum sé ekki óhætt í umsjá hennar. „Þetta eru bara börn sem gengur mjög vel í lífinu og hafa það mjög gott,“ segir konan, en þess má geta að hún var yfirveguð og afslöppuð í símtali blaðamanns við hana.

Konan hefur ýmsar ávirðingar á hendur föðurnum sem hún vill ekki tjá sig um að svo stöddu en hún bendir á að það sé mannréttindabrot af hálfu norskra yfirvalda að leyfa börnum hvorki að hitta systkini sín né foreldri sitt eins og raunin sé í þessu máli bræðranna þriggja. „Það er verið að refsa mér en líka verið að refsa börnunum stórkostlega með því að setja upp þessa 16 tíma umgengni á ári,“ segir hún.

Úkraína vill ekki senda flóttabörn til Noregs

Móðirin bendir ennfremur á að norskir dómstólar séu afar tregir til að kveða upp dóma sem fela í sér að börn fari úr landi. Undir þetta tekur lögmaður konunnar og bendir á nýlega frétt á NRK þess efnis að úkraínsk yfirvöld neiti að senda flóttabörn til Noregs þar sem dómafordæmi þaðan sýni að ekki sé öruggt að börnin verði send aftur til Úkraínu eftir að stríðinu lýkur.

Segir lögmaðurinn að fyrir örfáum dögum hafi Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp dóm þar sem norsk yfirvöld eru sögð hafa brotið mannréttindi í forsjármáli. Skipti slíkir dómar tugum á síðastliðnum árum. Í svonefndu biblíubelti í Suður-Noregi, þar sem faðirinn býr, tíðkist hjá dómstólum að kveða aldrei upp úrskurði sem fela í sér að börn fari frá Noregi og þeir víli ekki fyrir sér að halda þannig börnum frá öðru foreldri og systkinum sínum til að tryggja að börnin séu um kyrrt í Noregi. Þetta byggi á úreltum hefðum sem yngri dómarar fái í arf og ekkert breytist. „Þetta eru forneskjuviðhorf þar sem ekkert er verið að hugsa um hag barnanna,“ segir lögmaðurinn.

„Það segir ýmislegt ef Úkraína af öllum löndum, þaðan sem flóttamenn streyma í milljónatali, treystir sér ekki til að senda börn til Noregs. Samt sér maður Noreg fyrir sér sem öruggt og fjölskylduvænt ríki.“

Hún segir umgengnisréttinn sem norskur dómstóll úthlutaði móðurinni vera smánarlegan og brot á 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í  norska biblíubeltinu virðist sú skoðun ráðandi að: „Börn eigi að alast upp í Noregi og hvergi annars staðar. Hún fær 16 klukkutíma á ári, undir eftirliti og verður að tala norsku. Ég er hér með skýrslur eftirlitsaðila þar sem eru hræðilegar lýsingar á því hvernig börnin, sem eru mjög tengd móðurinni, líða andlegar kvalir vegna söknuðar við móður sína.“

Segir lögmaðurinn að málsvörn móðurinnar byggi á því að verið sé að brjóta mannréttindi á börnunum. „Faðirinn hlýtur að kefjast innsetningar í börnin með fullnustugerð og þar mun móðirin taka til varna. Við teljum okkar hafa góðar málsástæður fyrir því að halda börnunum á Íslandi,“ segir lögmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum