fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Stórfelld líkamsárás á starfsmann Vinakots – Frelsissviptur og beittur hrottalegu ofbeldi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku átti sér stað alvarleg líkamsárás á starfsmann í einu af búsetuúrræðum Vinakots. Samkvæmt heimildum DV réðst skjólstæðingur Vinakots á starfsmanninn, frelsissvipti hann og beitti viðkomandi hrottalegu ofbeldi. Árásin stóð yfir í meira en klukkustund og reif skjólstæðingurinn meðal annars í hár starfsmannsins og barði höfði viðkomandi í gluggasyllu í á annan tug skipta. Starfsmaðurinn gat litla björg sér veitt enda var mikill munur á líkamsburðum milli hans og skjólstæðingsins.

Málið er í rannsókn lögreglu sem stórfelld líkamsárás en starfsmaðurinn er illa farinn eftir árásina. Talsmaður Vinakots sagðist ekki geta tjáð sig um atvikið þegar DV leitaði eftir viðbrögðum.

Sveitarfélagið leyst vandræði sín með vistun í Vinakoti

Vinakot starfrækir búsetuúrræði, heimaþjónustu og inngripsteymi ætlað börnum og ungmennum sem glíma við hegðunarvanda, vímuefnavanda, geðsjúkdóma, fatlanir og þroskafrávik. Árásin átti sér stað í einu af búsetuúrræðunum en Vinakot starfrækir þrjú heimili þar sem pláss er fyrir sex ungmenni.

Samkvæmt heimildum DV hefur skjólstæðingurinn sem um ræðir áður gerst sekur um líkamsárásir og ógnvekjandi hegðun gagnvart starfsmönnunum sem komið hafa að umönnun viðkomandi. Talsverð reiði ríkir hjá þeim sem tengjast málinu um að viðkomandi alls ekki átt heima í slíku úrræði sem Vinakot er heldur mun frekar í einhverskonar öryggisvistun sem myndi hæfa sakhæfu og andlega veiku fólki sem talið er hættulegt sjálfu sér og öðrum.

Eru heimildarmenn DV á þeirri skoðun að sveitarfélagið sem fer með málefni einstaklingsins hafi einfaldlega leyst vandræði sín varðandi vistun neð því að koma viðkomandi að hjá Vinakoti.

Alvarlegur skortur á plássum í öryggisvistun

Árásin er enn eitt alvarlega atvikið sem kemur upp varðandi einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun að halda. Málaflokkurinn hefur verið í fullkomnum ólestri undanfarin ár en tvær öryggisvistanir hafa verið starfandi undanfarin ár.

Önnur er í Seljahverfinu í Reykjavík og hefur mikið gengið á varðandi þá starfsemi, nágrannarnir hafa kvartað undan ónógri kynningu og að börn hafi þurft að horfa uppá sérsveitarmenn teyma fólk í járnum til og frá húsinu. Þá hafa komið upp mál þar sem starfsfólk hefur orðið fyrir líkamsárásum. Hin er á Akureyri, en þar hafa komið upp alvarleg mál – meðal annars árið 2020 þegar vistmaður slapp frá gæslufólki og réðst á átta ára gamlan dreng með kverkataki. Sú öryggisvistun er einnig í íbúabyggð og er afar umdeild.

Nú er áformað að koma á fót ör­yggis­vist­un fyr­ir ósakhæfa ein­stak­linga í Reykjanesbæ sem mun þjónusta allt landið. Stefnt er að því að úrræðið verði tekið í notkun á næsta ári en eins og áður hafa íbúar mótmælt fyrirætlununum harðlega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn
Fréttir
Í gær

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín