fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Einn vinsælasti ferðamannastaður heims hefur verið með rangt nafn í 100 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 16:45

Machu Picchu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega flykkist fjöldi ferðamanna til Machu Picchu í Andesfjöllunum í Perú en þetta er heimsþekktur Inkabær. En nú hafa vísindamenn komist að því að líklega hefur bærinn gengið undir röngu nafni síðustu 100 árin, eða síðan hann fannst á nýjan leik.

The Guardian skýrir frá þessu og vísar í vísindagrein, sem Donato Amado Gonzales, perúskur sagnfræðingur, og Brian S. Bauer hjá University of Illinois í Chicago, skrifuðu. Í greininni segja þeir að þeir hafi leitað að nafni bæjarins í mörgum skjölum, þar á meðal á kortum frá nítjándu öld, skjölum frá sautjándu öld og minnisblöðum Hiram Bingham, sem er talinn hafa fundið bæinn á nýjan leik. Þeir segja að hvergi sé talað um Machu Picchu.

The Guardian hefur eftir Bauer að þeir hafi einnig skoðað mörg kort, sem voru gerð fyrir tíma Bingham, í leit að réttu nafni bæjarins. Þá hafi þeir komist að því að Machu Picchu hafi líklegast heitið Picchu og enn líklegra sé að hann hafi heitið Huaya Picchu. Hann vísar þar meðal annars í atlas frá 1904 þar sem bærinn er nefndur Huaya Picchu.

Bærinn hefur verið mikið aðdráttarafl fyrir vísindamenn allt frá því að hann fannst. Í ágúst á síðasta ári komst hópur bandarískra vísindamanna að þeirri niðurstöðu að hann sé líklega 30 árum eldri en áður var talið. Talið var að hann hafi verið reistur 1450 en við rannsókn á nokkrum beinagrindum, sem Bingham fann þegar hann fann bæinn á nýjan leik, kom í ljós að þær voru frá því um 1420.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn