Margar vangaveltur eru um þetta eftir að fjöldi alþjóðlegra fjölmiðla skýrði frá eitruninni á mánudaginn. Fram kom að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og tveimur fulltrúum Úkraínumanna þegar þeir funduðu með rússneskum fulltrúum í byrjun mars.
Rannsóknarmiðillinn Bellingcat fjallaði um málið en hann hefur áður fjallað um morðtilraunir ráðamanna í Kreml gegn andstæðingum rússneskra ráðamanna en í þeim hefur eitri oft verið beitt. Í umfjöllun Bellingcat kemur fram að út frá rannsóknum á vettvangi og eftir fundinn sé hægt að draga þá ályktun að „óþekktu efnavopni“ hafi verið beitt.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa það sem Bellingcat skrifaði um málið á Twitter.
Bellingcat can confirm that three members of the delegation attending the peace talks between Ukraine and Russia on the night of 3 to 4 March 2022 experienced symptoms consistent with poisoning with chemical weapons. One of victims was Russian entrepreneur Roman Abramovich. https://t.co/DJaZ4CoL8J
— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022
Jótlandspósturinn hefur eftir Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingi hjá Dansk Institut for Internationale Studier, að hann hafi mikið traust á lýsingu Bellingcat á málinu en hafi samt sem áður orðið mjög hissa þegar hann las hana. Hansen er sérfræðingur í málefnum Rússlands og Úkraínu.
Hann sagði að Rússar hafi lengið unnið með eitur og notkun efnavopna og hafi sýnt að þeir séu tilbúnir til að ganga mjög langt í þeim efnum. Dæmi um það séu morðtilræðið við Sergei Skripal á Englandi 2018 og tilræðið við Alexei Navalny. Hér hafi þó verið gengið skrefinu lengra og reynt að eitra fyrir mönnum þegar samningaviðræður stóðu yfir.
Hvað varðar hugsanlega ástæður fyrir eitruninni sagði hann að hugsanlega hafi markmiðið verið að koma úkraínsku samningamönnunum úr jafnvægi. Samningamennirnir séu háttsettir innan stjórnkerfisins og hersins og starfi náið með Volodymyr Zelenskyy forseta og séu því skotmörk Rússar. Erfitt sé að segja hvort markmiðið hafi verið að hræða eða drepa þá. Hvað varðar Abramovich sagði hann frekar óljóst hvers vegna eitrað var fyrir honum. Það gæti hafa verið óhapp en hugsanlega hafi verið eitrað fyrir honum af því að hann hafi talað frekar hlutlaust um stríðið og það hafi verið talið merki um að hann væri ekki traustur aðili.