fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Öldungardeildaþingmaður dreginn inn í stóra löðrungamálið

Fókus
Þriðjudaginn 29. mars 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur öldungadeildarþingmaður í ríkinu Maryland hefur óvart verið dreginn inn í umræðuna um löðrunginn sem leikarinn Will Smith rak grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags.

Þingmaðurinn hefur ekkert með máli að gera en hefur verið dreginn inn í umræðuna og merktur í harðorðum tístum þar sem hann er skammaður fyrir löðrunginn og beðinn að útskýra hvað hann hafi nú eiginlega verið að spá. Því þingmaðurinn heitir, svo óheppilega þessa stundina, Will Smith. Hann vaknaði við vondan draum í gær við að síminn hans bókstaflega hætti ekki að blikka og tilkynna um ný skilaboð.

Sum tístanna sem beint hefur verið að Smith þingmanni undanfarinn sólarhring eru gífurlega dónaleg.

„Hvers vegna slóstu Chris Rock tíkin þín,“ segir í einu. „Ég henti fjarstýringunni í sjónvarpið svo fimm ára dóttir mín sæi ekki ofbeldisfullt athæfið þitt,“ segir annar.

Smith sagði í samtali við Washington Póst að honum þætti þetta reyndar bara fyndið: „Maður verður að hlæja að þessu“.

Hann segist í það minnsta hafa grætt rúmlega hundrað nýja fylgjendur, en vanalega bætist bara um fjórir til fimm í fylgjenda hóp hans í viku hverri.  Hann tók þó fram að hann hafi ekki verið hrifinn af athæfi nafna síns.

„Þarna var kjörið tækifæri til að ræða með uppbyggilegum hætti um blettaskalla. Síðan fór ég bara að hugsa um hvað sé í gangi í einkalífinu hjá fólki sem veldur svonaviðbrögðum. Ég vona bara að það sé í lagi með hann.“  

Þingmaðurinn Will Smith er þó ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Hlaðvarpsstjórnandinn Will Smith,  birti tíst í tilefni af löðrungnum: „Svona í alvörunni tala, ég er ekki manneskjan sem þið eruð reið við. Ég vinn við að gera hlaðvörp og tölvuleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall