fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Enginn vildi hlusta á systkinin sem gripu til örþrifaráða

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 21:40

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn góðan veðurdag í árslok 1998 voru systkinin Catherine og Curtis Jones á leið í skólann sinn, fótgangandi,  í Flórída í Bandaríkjunum. Catherine, 13 ára, trúði 12 ára bróður sínum fyrir að að náinn ættingi, sem var í heimsókn hjá fjölskyldunni, væri að misnota hann kynferðislega. Curtis viðurkenndi þá að sami ættingi væri einnig að misnota hann. Maðurinn hafði verið dæmdur fyrir að misnota stjúpdóttur sína sex árum fyrr. 

Æskan

Jones systkinin áttu erfiða æsku

Lífið hafði hafði ekki farið mjúkum höndum um þau systkini. Móðir þeirra flúði heimilið tíu árum fyrr vegna ofbeldis föður þeirra og flutti inn á móður sína í Kansas. Hún skildi börnin eftir þar sem amman var kynþáttahatari og neitaði að eiga samskipti við blönduð barnabörnin. Faðir þeirra var margdæmdur ofbeldismaður og hafði meðal annars drepið mann en sloppið við refsingu með að bera fyrir sig sjálfsvörn.

Barnaverndaryfirvöld höfðu haft afskipti af fjölskyldunni í gegnum árin vegna gruns um það líkamlega og kynferðislega ofbeldi sem í raun átti sér stað á heimilinu. Aldrei var þó gripið til neinna aðgerða og aðeins nokkrum dögum fyrir göngutúr þeirra systkina hafði enn einni rannsókninni á kynferðisofbeldi á heimilinu verið hætt án þess að nokkur niðurstaða lægi fyrir.  

Börnin sögðu föður sínum og kærustu hans frá ofbeldinu en hvorugt vildi hlusta. Systkinin leituðu þá á náðir kennara sem ekkert gerðu í málinu. Catherine og Curtis fannst þau óskaplega ein í heiminum og ákváðu að leysa málin sjálf fyrst að fullorðna fólkið vildi ekki hlusta á þau. Reyndar voru þau bara búin að fá nóg af fullorðna fólkinu á heimlinu og ákváðu að myrða föður sinn, kærustu hans og árásarmanninn. 

Morðið

Þann 6. janúar 1999 sat kærasta föður þeirra, Sonya Nicole Speights, við að púsla. Kærasti hennar og faðir barnanna, Curtis eldri, var úti að versla ásamt ættingjanum fyrrnefnda. Börnin læddust upp að henni og skutu hana 9 sinnum með skammbyssu í eigu föðursins. 

Frá dómsuppkvaðningunni Mynd/Florida Today.

Þau drógu líkið inn á baðherbergi og tókst að koma því í baðkarið en sneru sér síðan að því að reyna að þrífa upp blóðið, án mikils árangurs. Þau fylltust skelfingu og hættu við upphaflega áætlun sína um að bíða eftir mönnunum til að skjóta þá. Þess í stað hlupu þau til nágranna, sögðu að slys hefði átt sér stað og flúðu út í skóg þar sem lögregla fann þau morgunin eftir. Börnin voru handtekin og játuðu strax morðið á Nicole. Aðspurð um ástæðu sögðu þau það vera afbrýðisemi, faðir þeirra eyddi of miklum tíma með kærustunni í stað þess að vera með þeim. Þau minntust ekki á ofbeldið sem þau höfðu þurft að þola fyrr en nokkrum árum síðar.

Börnin voru ákærð fyrir morð, þau yngstu í sögu Bandaríkjanna. Þau fengu makalausa meðferð af hálfu yfirvalda sem hraðspóluðu þeim í gegnum réttarkerfið sem fullorðnum án þess að bandaríska þjóðin, eða umheimurinn yfirleitt, tæki eftir. Aldrei var réttað yfir þeim systkinum, engin vitni að misnotkun þeirra voru kölluð til, ekki kennarar, ættingjar né barnaverndarstarfsmenn. Hvergi kom fram að þau voru látin deila rúmi með dæmdum barnaníðing sem þurfti ofan á allt aldrei að svara fyrir gjörðir sínar. 

Dómurinn

Systkinin rétt fyrir lausn sína.

Þau voru þess í stað látin skrifa undir játningu og dæmd til 18 ára fangelsisvistar. Systkinin voru aðskilin og dvöldu næstu 16 árin innan veggja fangelsa þar sem þau í raun gleymdust næstu 10 árin. Þá var tekið viðtal við Catherine og loksins opinberað hversu yfirgengilega allir höfðu brugðist systkininum. Loksins var rykið blásið af skjölum sem staðfestu frásagnir þeirra. Barnaverndaryfirvöld urðu að viðurkenna að hafa aldrei komið systkinunum til hjálpar þrátt fyrir gríðarlegan fjölda kvartana. Þau lokuðu til að mynda síðasta málinu nokkrum dögum fyrir morðið þrátt fyrir áberandi líkamlega áverka á báðum börnum.

Þrátt fyrir tilraunir þess efnis neituðu yfirvöld alfarið að endurskoða dóminn og systinin voru orðin 29 og 30 ára þegar þau fengu reynslulausn árið 2015. Þau höfðu aldrei farið á Internetið, fengið sér vínglas, borgað reikning eða keyrt bíl. Þau fengu engan undirbúning né þjálfun til að takast á við lífið utan múranna og verða á skilorði til dauðadags svo það má lítið sem ekkert út af bera til að landa þeim aftur í fangelsi. 

Systkinin sameinuðust loksins eftir 16 ára aðskilnað. Catherine fór að starfa fyrir samtök sem hjálpa börnum og ungu fólki innan réttarkerfisins en Curt hafði aftur á móti verið vígður prestur innan veggja fangelsisins. Ekki er að finna heimildir um frekari afdrif systkinanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað