fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Hans ráðinn sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS

Eyjan
Þriðjudaginn 29. mars 2022 09:33

Hans Liljendal Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík.

Hans hefur starfað hjá Veitum frá árinu 2013 og sem forstöðumaður Kerfisþróunar og stýringar síðustu ár. Þar hefur hann borið ábyrgð á rekstri sviðsins, fjárhags- og fjárfestingaráætlunum og stefnumótun og framtíðarsýn.

„Við bjóðum Hans Liljendal innilega velkominn til okkar og hlökkum við til samstarfsins“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. „Við fögnum því að fá til okkar sterkan liðsfélaga í þau fjölbreyttu verkefni sem eru framundan hjá okkur“.

Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isavia ohf. Isavia ANS annst rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t. flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra skylda starfsemi. Félagið veitir íslenskum og erlendum loftförum flugleiðsöguþjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu og á íslenskum flugvöllum.

Hjá Isavia ANS starfa um 270 manns og eru höfuðstöðvar félagsins við Reykjavíkurflugvöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings