fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Lýsa yfir neyðarástandi vegna morðöldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 06:59

Hermenn við gæslu á götu úti í San Salvador. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í El Salvador samþykkti á sunnudaginn að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna mikillar morðöldu. Það eru glæpagengin Barrio 18 og MS-13 sem bera ábyrgð á morðöldunni. Á laugardaginn var lögreglunni í landinu tilkynnt um 62 morð.

Með neyðarlögunum er stjórnarskrárvarinn réttur fólks til félagsstarfsemi gerður óvirkur í 30 daga og það sama á við um rétt fólks til að fá skipaðan verjanda á kostnað ríkisins þegar það er sakað um glæp. Markmiðið er að auðvelda yfirvöldum að takast á við glæpagengin. Lögreglunni verður einnig heimilað að hlera símtöl og halda grunuðum lengur í varðhaldi án þess að færa þá fyrir dómara til að krefjast gæsluvarðhalds.

Skipulögð glæpasamtök hafa lengi starfað í El Salvador og hafa barist við öryggissveitir og innbyrðis um yfirráð á ákveðnum svæðum og yfirráð yfir flutningsleiðum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn