Ekki er vitað hversu mikla trú Pútín hefur nú á her sínum eftir þá erfiðleika sem hann hefur glímt við í Úkraínu. En áður en til innrásarinnar kom hafði hann greinilega mikla trú á her sínum. Hann er sagður hafa sagt Petro Poroshenko, þávernadi Úkraínuforseta, að á tveimur sólarhringum gætu rússneskar hersveitir verið komnar til höfuðborga sex Evrópuríkja. Þetta eru Úkraína, Pólland, Lettland, Litháen, Eistland og Rúmenía.
Samkvæmt frétt Suddeutsche Zeitung sagði Pútín þetta við Poroshenko 2014. „Ef ég vil þá geta rússneskar hersveitir verið komnar ekki aðeins til Kyiv heldur einnig til Riga, Vilnius, Tallinn, Varsjár og Bucharest,“ er Pútín sagður hafa sagt við þennan forvera Volodymyr Zelenskyy núverandi Úkraínuforseta.
Pútín er einnig sagður hafa sagt Poroshenko að hann skyldi ekki treysta of mikið á ESB.