fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Telur þetta vera raunverulegu ástæðuna fyrir Óskars-löðrunginum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru allir og amma þeirra að tala um uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar Will Smith sló Chris Rock utan undir.

Fjölmiðlakonan Susanna Reid, sem er einn þáttastjórnanda Good Morning Britain, tjáði sig um atvikið í morgun og sagðist telja sig vita raunverulegu ástæðuna fyrir því að leikarinn rauk upp á svið og löðrungaði grínistann.

Chris Rock var með uppistand á Óskarnum og gerði grín að hári leikkonunnar Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will.

Jada er krúnurökuð, en hún tók ákvörðun um að raka höfuð sitt eftir að hafa verið greind með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi.

Susanna Reid vill meina að það hefði ekki verið ósmekklegi brandarinn um eiginkonu hans sem hefði orðið til þess að Will Smith gaf Chris Rock kinnhest.

Heldur trúir hún því að Will hafi „liðið illa yfir að hlæja af brandaranum“ og fundist hann þurfa að „verja heiður hennar.“

„Ef þú horfir á fyrstu viðbrögð hans við brandaranum, þá bregst hann ekki illa við, heldur hlær. Það eru viðbrögð konunnar hans. Það voru aðrir hlutir í gangi sem leiddu til þessa,“ sagði hún.

Richard Madeley, hinn þáttastjórnandinn, tók undir. „Honum leið örugglega illa yfir því að hafa hlegið að brandaranum,“ sagði hann.

Susanna fordæmdi einnig ofbeldið. „Ég er ekki að verja brandarann en í alvöru? Árið er 2022 og er bara í lagi að rjúka upp á svið og slá einhvern?“

Sjá einnig: Will Smith gæti verið sviptur Óskarnum

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með