fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Will Smith útilokaður úr sögulegri Óskarshefð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári stilla leikararnir sem vinna til Óskarsverðlauna sér upp saman fyrir mynd. Þetta er eins mikil hefð og þetta er heiður, myndirnar eru sögulegar og eru taldar fanga stjörnur hvers árs fyrir sig.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá 2015 til 2018.

Vinningshafar í gegnum árin.

Í ár voru hins vegar aðeins þrjár stjörnur á myndinni, en Will Smith, sem var valinn besti leikari fyrir hlutverk sitt í King Richard, var ekki með.

Ástæðan fyrir því að hann var ekki með á myndinni var vegna uppákomu á hátíðinni í nótt þegar leikarinn sló grínistann Chris Rock utan undir.

Sjá einnig: Will Smith gæti verið sviptur Óskarnum

Jessica Chastain, Troy Kotsur og Ariana DeBose stilltu sér þrjú upp saman og brostu breitt án hans.

Mynd/Getty

Jessica Chastain var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Eyes of Tammy Fae. Troy Kotsur varð fyrsti heyrnarlausi maðurinn til að vinna til verðlauna fyrir leik sinn, hann var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni CODA. Ariana DeBose skráði sig rækilega í sögubækurnar í nótt, hún er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndaleik. Hún fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í West Side Story.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Sjá einnig: Forsagan á bak við erjur Will Smith og Chris Rock

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með