fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

„Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. mars 2022 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Hjartarson, þáttastjórnandi hlaðvarpsins ein pæling, segir tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á, það sem hann kallar, „twittermanneskjuna“ sem er það nafn sem hann hefur gefið þeim sem notast við samfélagsmiðilinn twitter og virðist hafa það að áhugamáli að móðgast fyrir hönd annarra. Hann ritar um þetta í grein sem birtist hjá Vísi.

„Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er TwittermanneskjanTwittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa.“

Einu feilspori frá því að vera rekin úr partýinu

Þórarinn segir að Twittermanneskjan vilji umræðu, en bara á þeirra forsendum. Hann heldur áfram með partý-líkingunga og segir:

Hún[twittermanneskjan] dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu.“

Bendir Þórarinn á að grínistinn David Chapelle hafi sagt að Twitter væri ekki raunverulegur staður, og vissulega sé það rétt. En engu að síður hafi miðillinn raunverulegar afleiðingar á samfélagið.

„Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu.“

Nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi

Þórarinn víkur svo máli sínu að Frosta Logasyni, en fyrrverandi kærasta Frosta steig nýlega fram og lýsti því hvernig Frosti tók af henni kynferðileg myndbönd án hennar samþykkis og hótaði að dreifa þeim eftir sambandsslitin. Frosti baðst í kjölfarið afsökunar á framferði sínu og vísað til þess að á þeim tíma hafi hann verið á vondum stað vegna fíknar.

Þórarinn segir að Frosti hafi legið vel við höggi vegna þess að hann hafi opinberlega tjáð skoðanir sínar sem væru ekki í samræmi við afstöðu Twittermanneskjunnar.

„Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu.“

Baráttan virðist ganga minna út á ofbeldið

Telur Þórarinn að baráttan gegn kynferðisofbeldi á Twitter gangi meira út að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu fremur heldur en um ofbeldið sjálft.

„Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug.“

Þórarinn telur ákveðna þversögn í umræðunni. Twittermanneskjan neiti að fyrirgefa karlmönnum fyrir að hafa komið illa fram við maka sinn á meðan þeir voru illa haldnir af fíkn, en á sama tíma tali Twittermanneskjan fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla.

„Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar.“

Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks

Þórarinn bendir á að það hafi nú ítrekað komið fólki á óvart að Twittermanneskjan sé ekki í forsvari fyrir meirihluta þjóðarinnar. Telur hann að stjórnmálamenn, þá einkum vinstri menn, hafi gert mikil mistök að móta áherslur sínar eftir Twitter-minnihlutanum.

Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega.

Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lygilega lélega tónlist og uppskáru afhroð.“

Þórarinn telur því tímabært að fólk hætti að hlusta á Twittermanneskjuna. Telur hann þetta minna á eins konar einræði sem samfélagið hafi sjálft skapað.

„Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“