fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunahátíðin var í nótt og það eina sem fólk virðist vilja tala um er atvikið þar sem Will Smith sló Chris Rock utan undir. Grínistinn var kynnir á hátíðinni og sagði nokkra brandara um leikkonuna Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith. Hjónunum var ekki skemmt og endaði leikarinn með að fara upp á svið, slá Chris Rock utan undir og öskraði: „Ekki tala um fokking konuna mína!“

Það var dauðaþögn í salnum og var Chris Rock bersýnilega slegin út af laginu.

Brandarinn sem gerði útslagið var um hár leikkonunnar, en hún er krúnurökuð og er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi (e. alopecia).

Sjá einnig: Sjáðu myndbandið: Will Smith sló Chris Rock í beinni á Óskarnum – „Ekki tala um fokking konuna mína!“

Áhorfandi í salnum ræddi við E! News um viðbrögð gesta á hátíðinni. „Það var eins og allir væru í sjokki. Enginn vissi hvort þetta væri raunverulegt eða ekki,“ segir áhorfandinn.

Samkvæmt öðrum vitnum fóru leikararnir Denzel Washington og Tyler Perry til Will Smith og stöppuðu í hann stálinu er hann virtist þurrka burt tár.

Will Smith afhjúpaði orð Denzel í Óskarsræðu sinni, en stuttu eftir atvikið vann hann til verðlauna sem besti leikari fyrir hlutverk sitt í King Richard.

„Þegar þú ert upp á þitt besta, þá kemur djöfullinn til þín,“ sagði hann Denzel hafa sagt við sig.

Leikarinn var grátandi og baðst afsökunar. „Ég vil biðja akademíuna afsökunar og vil biðja alla hina sem voru tilnefndir einnig afsökunar. Ástin lætur þig gera klikkaða hluti. Ég vona að akademían bjóði mér aftur.“

 

Samfélagsmiðlar bregðast við

Það leið ekki á löngu þar til löðrungurinn var það eina sem netverjar á Twitter vildu ræða. Akademían sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og fordæmdi hvers kyns ofbeldi.

Jaden Smith, sonur Will og Jada Pinkett, tísti um atvikið.

Maria Shriver blaðamaður sagði að það væri sorglegt að sjá að við værum á þeim stað að leikari getur slegið aðra manneskju utan undir í beinni og fengið standandi lófaklapp stuttu seinna.

Sjáðu fleiri tíst hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu