fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Vaxandi óróleiki í innsta hring Pútíns – Nokkrir af nánustu samstarfsmönnunum horfnir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 07:00

Sergei Shoigu (h), varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov (v), æðsti herforingi Rússa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum þá hafa allt að sjö rússneskir hershöfðingjar verið felldir af Úkraínumönnum í stríðinu í Úkraínu. Það er mikil blóðtaka fyrir rússneska hersins en talið er að tuttugu hershöfðingjar hafi verið sendir til Úkraínu og því er rúmlega fjórðungur þeirra fallinn. En það er hugsanlega víðar en á vígvellinum sem „blóðbað“ á sér stað því nú virðast undarlegir atburðir vera að eiga sér stað á æðstu stöðum, næst Vladímír Pútín forseta.

Dagbladet segir að svo virðist sem nánir bandamenn og samstarfsmenn Pútíns hafi horfið að undanförnu. Þeirra á meðal er varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sem stýrir innrásinni í Úkraínu, eða kannski stýrði? Hann er náinn vinur Pútíns og talinn einn af nánustu samstarfsmönnum hans. Yfirvöld í Kreml birtu á laugardaginn upptöku af fundi þar sem Shoigu stýrir fundi um fjárframlög til vopnakaupa. Engin dagsetning er á myndbandinu en það er líklega nýtt því á upptökunni vísar Shoigu í fund sem var haldinn á föstudaginn og rússneskir fjölmiðlar höfðu fjallað um. Áður hafði talsmaður forsetaembættisins skýrt fjarveru Shoigu með að hann væri svo upptekinn af stríðsrekstrinum að hann hefði ekki tíma til að sinna fjölmiðlum.

Á fyrrnefndri upptöku sést Valery Gereasimov einnig en hann er formaður rússneska herráðsins. Hann hafði heldur ekki sést um langa hríð. Engar skýringar hafa verið gefnar á fjarveru hans.

The Moscow Times segir að nú virðist tveir nánir samstarfsmenn Pútíns vera horfnir. Annar þeirra er Viktor Zolotov, fyrrum lífvörður Pútíns og nú yfirmaður þjóðvarðliðsins. Hann hefur ekki sést síðan 14. mars þegar hann viðurkenndi á heimasíðu þjóðvarðliðsins að stríðsreksturinn í Úkraínu gengi ekki sem skyldi.

Viktor Zolotov. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þann 22. mars birtu yfirvöld í Kreml myndir af honum á fundi en talið er að þær séu síðan 2017.

Svo virðist sem Alexander Bortnikov, yfirmaður leyniþjónustunnar FSB, sé einnig horfinn af sjónarsviðinu. Hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í valdakerfi Pútíns. Áður höfðu borist fréttir af að tveir háttsettir starfsmenn FSB væru komnir í stofufangelsi. Andlit Bortnikov er á myndum sem yfirvöld í Kreml hafa dreift nýlega af tveimur myndfundum með Pútín en margir hafa bent á að á báðum myndunum sé Bortnikov í sömu fötunum og sami bakgrunnurinn sé á þeim.

Alexander Bortnikov. Mynd:Wikimedia Commons
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi