fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Ævisaga Guðmundar Felix kemur út í Frakklandi – Eldfimt efni sem aldrei áður hefur komið fram

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. mars 2022 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævisaga Guðmundar Felix Grétarssonar sem kom út á Íslandi fyrir jól er nú í þýðingu í Frakklandi og reiknað er með útgáfu þar í landi á þessu ári.

Bókin 11.ooo volt sem Erla Hlynsdóttir, blaðamaður DV, skrifaði kom út hjá Sögum útgáfu en er nú í þýðingu hjá franska forlaginu Les Arènes í París.

Aðgerðin sem Guðmundur Felix gekkst undir í ársbyrjun 2021 á sjúkrahúsi í Lyon var sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, hún var gerð af frönskum læknum og frönsku hjúkrunarfólki og sýnir hvað Frakkar eru komnir langt á þessu sviði. Hann segist í samtali við DV vera mjög spenntur fyrir frönsku útgáfunni.

Bókin var á metsölulistum hér á landi fyrir jól og fékk afar góða dóma, og var til að mynda á lista bóksala yfir bestu ævisögurnar sem komu út í fyrra.

Í bókinni er fjallað um líf Guðmundar Felix frá barnæsku og lýkur henni eftir aðgerð. Fjallað er um uppvöxt hans, glímu hans við fíkniefnadjöfulinn á afar hreinskiptinn hátt, andlega sjálfsvinnu hans og hvernig hann fann ástina óvænt í Frakklandi, auk þess að fjalla um slysið sjálft og aðgerðina. Margt sem aldrei áður hefur verið birt kemur fram í bókinni auk þess sem þar er rætt við fjölda fólks sem tengist Guðmundi Felix. Þarna er um að ræða eldfimt efni sem hafði aldrei áður verið birt. En Guðmundur Felix dró ekkert undan í sinni frásögn.

Margir hafa talað um að bókin hafi veitt þeim innblástur og hún er með einkunnina 4,7 af 5 á Storytel.

Íslenskt handrit bókarinn fór í gegn um sérstakt samþykktarferli í Frakklandi og hefur nú verið ákveðið að gefa söguna út þar í landi.

Reglulega berast fregnir af Guðmundi Felix og endurhæfingu hans sem gengur vonum framar.

Fjallað hefur verið um aðgerðina hans í fjölmiðlum um allan heim og í flestum heimsálfum. Hér er til að mynda viðtal sem var birt við hann fyrr í þessum mánuði á ástralskri sjónvarpsstöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“