fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Pútín segir Rússland fórnarlamb slaufunarmenningu og líkir sér við höfund Harry Potter-bókanna

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 25. mars 2022 18:02

Vladimir Pútín og Harry Potter, söguhetju frægustu bóka J.K. Rowling.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði Rússland vera fórnarlamb slaufunarmenningar líkt og rithöfundurinn J.K. Rowling. Þetta kom fram í nýrri ræðu sem Pútín hélt í dag í beinni útsendingu á ríkissjónvarpinu og fjallað er um málið á Sky News og The Independent.

Pútín vitnaði til höfundar Harry Potter-bókanna sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk og hafa margir hvatt til sniðgöngu á verkum hennar vegna þessa. Hann nefndi þetta sem dæmi um hversu mikil áhrif slaufunarmenningin hefur á Vesturlöndum.

„Þau eru núna að reyna að slaufa landinu okkar,“ sagði Pútín og líkti slaufunarmenningunni við bókabrennum nasista á fjórða áratugnum. „Við munum vel eftir myndum af þeim að brenna bækurnar,“ sagði hann og talaði um að slíkt myndi aldrei gerast í Rússlandi þar sem sé opið fyrir fólki af ólíku þjóðerni.

Hann nefndi að í Vesturlöndum væri núna verið að slaufa heimsfrægum listamönnum á borð við Tchaikovsky,Shostakovich og Rachmaninov. „Þau eru að reyna að slaufa þúsund ára menningarsögu, okkar fólki,“ sagði hann í ræðunni. Fyrr í þessum mánuði tók Fílharmónían í Cardiff til að mynda af dagskrá sinni verk eftir Tchaikovsky.

Mánuður er síðan Rússland hóf stríð í Úkraínu, sem Pútín reyndar neitar að sé stríð og hver sá sem notar það orð yfir innrásina megi eiga von á hárri sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“