fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Höfundur umdeilda tölvupóstsins kveður Landspítalann og tekur við nýju starfi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. mars 2022 14:11

Stefán Hrafn Hagalín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Hrafn Hagalín er hættur sem deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans og tekinn við sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála Háskólans í Reykjavík. Í millitíðinni stoppaði hann stutt við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann greinir frá þessu sjálfur í stöðufærslu.

Mikla athygli vakti í ágúst síðastliðnum þegar Stefán Hrafn sendi tæplega 300 stjórnendum Landspítalans bréf þar sem hann hvatti þá til að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla heldur beina þeim til sín. „Einnig er hrein­skiln­is­lega yfir­höfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum sím­tölum fjöl­miðla,“ sagði í bréfinu og uppnefndi hann fjölmiðlafólk þar „skrattakolla“ sem fór vægast sagt illa í stéttina sem og aðra, þar á meðal ýmsa hjá Landspítalanum. Hann baðst síðar afsökunar á þessu bréfi, sagðist hafa verið þreyttur í lok erfiðs vinnudags.

Stuttu síðar var greint frá því að Andri Ólafsson hafi verið ráðinn tímabundið til að sjá um fjölmiðlasamskipti hjá Landspítalanum á meðan Stefán Hrafn færi í frí,  en Andri var áður aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands, samskiptastjóri VÍS og fréttamaður. Seinna var tilkynnt að Stefán Hrafn væri snúinn aftur til Landspítalans en tímabundin ráðning Andra framlengd til 1. febrúar og tekið fram að Andri muni fyrst og fremst sjá um samskipti við fjölmiðla á meðan önnur verkefni væru í höndum Stefáns Hrafns.

Í stöðufærslu Stefáns Hrafns segir hann að fyrir tveimur mánuðum hafi hann ákveðið að kveðja Landspítalann og hefja störf á velferðarsviði Landspítalans við miðlun, vefstjórn og fleiri verkefni. Hann hafi síðan sótt um auglýst starf hjá HR sem hann svo fékk, og kveður því Reykjavíkurborg fyrir starfið þar.

„Á mánaðartíma hef ég þannig af fullkomnu léttlæti skilið við spítalann, hætt með borginni (sorrý Arne, Hólmfríður og Ólafía!) og byrjað með HR. Ég þarf ugglaust að biðja einhvern afsökunar á þessum tímapunkti, en þau eru sennilega svo mörg að þau verða bara að taka númer og mynda röð! Mea culpa,“ skrifar hann í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“