fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Fengu Jón Gunnar Geirdal í tveggja tíma viðtal og gleymdu að kveikja á upptökunni – „Þetta var líklega botninn“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 25. mars 2022 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti hlaðvarpsþáttur sælkerabræðranna í Chess after Dark, Birkis Karls Sigurðssonar og Leifs Þorsteinssonar hefur litið ljós en gestur þeirra í þættinum er athafna- og markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal. Í þættinum grínast þátttastjórnendur og Jón Gunnar með að þetta sé önnur tilraun þeirra til að koma viðtali í loftið en í fyrra skiptið átti sér stað martröð allra hlaðvarps- og fjölmiðlamanna – það gleymdist að kveikja á upptökunni.

Fór á kostum í kyrrþey

Hlaðvarpsþátturinn Chess after Dark hóf göngu sína fyrir rúmu ári síðan. Upphaflega snerist þátturinn um skák og taflmennsku, eins og nafnið gefur til kynna en fljótlega fóru gestir að koma í heimsókn og taflmennskan fór að verða í aukahlutverki. Landsþekkt fólk hefur komið í viðtöl til Birkis Karls og Leifs og í lok síðasta sumars kíkti Jón Gunnar í heimsókn.

„Ég held að ég muni aldrei gleyma þessu kvöldi. Þetta er líklega botninn á hlaðvarpsvegferðinni okkar,“ segir Leifur kíminn þegar blaðamaður spyr út í atvikið. Jón Gunnar er með hressari mönnum og fór að sögn þeirra félaga á kostum þetta kvöld.

„Viðtalið var í rúma tvo tíma og var alveg frábært. Það var mikið hlegið og endalaust af sögum sem fengu að fjúka,“ segir Birkir.

Þeir spjölluðu svo í rúman klukkutíma eftir þáttinn við Jón Gunnar og kvöddu hann svo með virktum. Þá ákváðu þeir að kíkja aðeins á efnið sem að þeir höfðu tekið upp. „Þá þyrmdi gjörsamlega yfir mig. Ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt að kveikja á upptökunni eins og trúður,“ segir Leifur og hlær.

Settust tómir á bekk

Þeir félagarnir voru í losti eftir uppgötvunina. „Við sátum fyrst í þögn í hálftíma og svo fórum við bara út í göngutúr og röltum niður í fjöru á Ægissíðunni þar sem við settumst á bekk og þögðum áfram. Alveg galtómir,“ segir Birkir.

Að endingu tóku þeir sér um sólarhring í að safna kjarki til að greina Jóni Gunnari frá slæmu tíðindunum. „Við keyptum gjafakörfu handa honum og færðum honum ásamt holskeflu af afsökunarbeiðnum. Þetta var með því erfiðara sem við höfum gert og við óttuðumst hið versta en Jón Gunnar tók þessu eins og algjör kóngur sem við erum þakklátir fyrir,“ segja félagarnir.

Þeir hafi þegar ákveðið að reyna aftur síðar og það hafi loks orðið að veruleika nú fyrir stuttu og þeir eru sáttir með útkomuna. „Þetta var held ég enn betra viðtal en hið fyrra. En við þrír sem vorum þar þetta sumarkvöld erum þeir einu sem hafa samanburðinn,“ segir Birkir og hlær.

Hér má hlusta á viðtalið við Jón Gunnar Geirdal – Taka tvö:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“