fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Skelfileg sviðsmynd fyrir Pútín gæti orðið að veruleika

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 08:00

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur verið ljóst að eitt aðalmarkmið þeirra er að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald og bola úkraínsku ríkisstjórninni frá völdum. Þar til fyrir um 10 dögum var mikil hætta á að Rússum tækist þetta og gætu hafið stórsókn að höfuðborginni. En þeir voru þó of fáliðaðir og áttu í vandræðum með birgðaflutninga þannig að þetta tókst ekki hjá þeim. En nú er komin upp staða við Kyiv sem gæti hugsanlega hrist þykka múra Kremlar.

Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbogreinanda hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðings hjá leyniþjónustu danska hersins, á vef TV2.

Hann segir að á síðustu dögum hafi úkraínskar hersveitir hrundið gagnsókn af stað úr suðri, vestan við víglínurnar við Kyiv. Með þessu hóti þeir að umkringja hluta af þeim 30.000 hermönnum sem Rússar hafa komið fyrir við úthverfi í norðvesturhluta Kyiv.

Hann segir að eins og staðan sé núna séu það bara úkraínskir heimildarmenn sem segja að búið sé að umkringja rússneskar hersveitir í HostomelIrpin og Bucha. Hins vegar sé vitað að Úkraínumenn hafi náð bænum Makariv á sitt vald en hann er vestan við Kyiv. Frá Makariv héldu úkraínsku hersveitirnar áfram í norður til Borodyanka þar sem úkraínskar hersveitir ráðast einnig á Rússa úr vestri.

Lengra til norðvestur eru úkraínskar hersveitir með bæinn Teterivske á sínu valdi. Þar fyrir austan eru Rússar með bæinn Ivankiv á sínu valdi.

Kaarsbo segir að ef rétt sé að Úkraínumenn hafi náð Borodyanka á sitt vald sé áætlun þeirra við það að ganga upp. Þeir þurfi bara að ná Ivankiv á sitt vald og þá séu þeir með stjórn á öllum helstu umferðaræðunum. Fyrirliggjandi upplýsingar bendi til að fámennt rússneskt herlið sé í Ivankiv.

Hann segir að þar sem Rússar hafi átt í erfiðleikum með birgðaflutninga síðustu vikurnar og þá 30.000 hermenn sem séu í fremstu víglínu skorti mat, skotfæri og eldsneyti. Hersveitirnar hafi nú tekið sér varnarstöðu og hafi ekki reynt að sækja fram. Í því ljósi hafi Úkraínumenn væntanleg séð sér færi á að sækja fram og reyna að umkringja rússnesku hersveitirnar. Hann segir þetta vera djarfa aðgerð því með þessu dreifi Úkraínumenn mjög úr hersveitum sínum. Á móti komi að aðgerðin geti skilað miklum ávinningi. Ef þetta takist muni Úkraínumenn einangra 20.000 til 30.000 rússneska hermenn og því muni ráðamenn í Kreml finna fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu