fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Hið dularfulla „Z“ merki rússneskra hersveita – Hver er ástæðan fyrir notkun þess og hvað táknar það?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 05:34

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur mikið farið fyrir bókstafnum „Z“ á farartækjum rússneska hersins og jafnvel á einkennisfatnaði hermanna. Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvað „Z“ stendur fyrir og ekki síst í ljósi þess að bókstafinn er ekki að finna í rússneska stafrófinu.

Í fyrstu var hann aðallega á skriðdrekum en síðan hefur „Z“ breiðst út og sést nú víða í rússneskum borgum og bæjum og jafnvel á fatnaði rússneskra íþróttamanna.

Margar kenningar hafa komið fram um af hverju „Z“ er tákn Rússanna. Ein sú vinsælasta er að „Z“ standi fyrir „zapad“ sem á rússnesku þýðir „vestur“ eða sú átt sem rússneski herinn sækir fram í.

Önnur kenning er að þetta sé einfaldlega merki sem sé notað til að rússneskir hermenn þekki landa sína á vígvellinum.

Einnig hafa verið upp vangaveltur um að það standi fyrir Zelenskyy, eftirnafn Úkraínuforseta, og sé merki um að Rússar ætli að sigra hann.

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur gefið til kynna að „Z“ standi fyrir „za“ sem er rússneskt orð sem er að finna í setningunni „za pobedu“ sem þýðir „fyrir sigur“.

Hernaðarsérfræðingar tóku fyrst eftir merkinu á rússneskum skriðdrekum og ökutækjum við úkraínsku landamærin 19. febrúar, fimm dögum fyrir innrásina.

Nokkrum dögum eftir innrásina birti Maria Butina, sem er fyrrum njósnari og nú stjórnmálamaður, upptöku af sér þar sem hún málar „Z“ á jakkann sinn.

Rúmri viku eftir að innrásin hófst birtist „Z“ í heimi íþróttanna þegar rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak var með slíkt merki á bringunni þegar hann tók við verðlaunum á móti í Doha.

Bókstafurinn „Z“ er ekki til í rússneska stafrófinu sem er kyrillískt. Á rússnesku líkist bókstafurinn, sem lýsir „Z-hljóði“ tölunni 3.

Byggt á umfjöllun The GuardianThe New York Times og The Economist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki