fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

TikTok-ari handtekinn í Úkraínu eftir vanhugsað myndband -„Ég ætlaði ekki að valda neinum skaða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. mars 2022 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var handtekinn í Úkraínu eftir að hafa birt myndband á TikTok sem sýndi úkraínska skriðdreka nærri verslunarmiðstöð í Kænugarði á sunnudaginn.

Verslunarmiðstöðin var í beinu framhaldi sprengt upp af Rússum og minnst átta létu lífið.

Daginn eftir birti leyniþjónustan myndband af umræddum karlmanni að biðjast afsökunar. „Ég ætlaði ekki að valda neinum skaða og gerði þetta ekki viljandi.“

Leyniþjónustan birti einnig skilaboð þar sem sagði:

TikTok-ari birti nýlega myndband á Internetinu sem sýndi staðsetningu úkraínska hersins í Kænugarði. Síðar varð verslunarmiðstöðin, þar sem varnarlið okkar var staðsett, fyrir hörkulegri loftárás rússneskra innrásarliða,“ sagði leyniþjónustan. „Vitandi eða óafvitandi starfaði þessi maður fyrir óvininn og verður rannsókn hafin á athæfinu.“

TikTok-arinn kynnti sig sem Artemev Pavel Alexandrevich og sagðist vera íbúi Kænugarðs. Hann sagði að hann hefði birt myndband á TikTok sem sýndi hreyfingar úkraínska hernaðargagna nærri verslunarmiðstöðinni. Hvatti hann fólk til að „birta ekki þannig á TikTok.“

Úkraínsk yfirvöld hafa varað borgara við því að birta myndir og myndskeið á samfélagsmiðlum sem sýni hreyfingar eða staðsetningu úkraínska hersins þar sem upplýsingarnar gætu ratað í hendur Rússa og stefnt hernum og borgurum í hættu.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði á mánudaginn að verslunarmiðstöðin hafi verið sprengt upp þar sem hún hafi ekki verið í notkun heldur nýtt til að hýsa flugskeyti og skot úkraínska herliðsins. Hins vegar hefur ekki fengist staðfest að sú hafi verið raunin.

Yfirvöld í Kænugarði sögðu þó í samtali við fjölmiðla að allt svæðið nærri verslunarmiðstöðinni hafi verið notað sem herstöð þar sem það væri skammt frá nágrannabænum Irpin þar sem Rússar hafa komið sér fyrir.

Umrætt myndband er talið hafa verið birt á TikTok rétt eftir að innrásin hófst. Telja úkraínsk yfirvöld mögulegt að myndbandið hafi orðið til þess að verslunarmiðstöðin var fyrir loftárás.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara