fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Áslaug Arna réttlætir söluna á Íslandsbanka og segir umræðuna villandi – „Ríkið hef­ur fengið eðli­legt verð fyr­ir sinn hlut“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 16:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Söluverð á hverjum hlut var 117 krónur en markaðsgengi á hlutum í Íslandsbanka þegar markaðurinn lokaði sama dag var 122 krónur. Þegar markaðurinn opnaði daginn eftir var markaðsgengið 10% hærra en verðið á hlutum í útboðinu. Einungis fagfjárfestar fengu að kaupa hlutina og skilaði útboðið um 52,65 milljörðum króna í ríkissjóð.

Útboðið hefur verið nokkuð gagnrýnt síðan fréttir bárust af því. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er til dæmis Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna sölunnar. Þá líkti Ragnar sölunni við það að hann myndi selja sumarhús VR á 35 milljónir þrátt fyrir að það væri 40 milljóna króna virði og tilboð hefðu borist sem væru meira að segja yfir því.

„Ríkið hef­ur fengið eðli­legt verð fyr­ir sinn hlut“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, réttlætir söluna á bankanum í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum svarar Áslaug þó frekar þeirri almennu gagnrýni um það hvort selja eigi ríkisfyrirtæki eða ekki. Sú umræða hefur verið í loftinu síðan byrjað var að ræða söluna á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra. Í könnun sem Gallup gerði í janúar síðasta árs var innan við fjórðungur landsmanna hlynntur sölunni en um 56% þeirra voru andvígir henni.

Í pistlinum segir Áslaug Arna að ríkið hafi fengið „eðlilegt verð“ fyrir hlut sinn í bankanum. „Það er ef­laust hægt að deila og velta upp töl­um í þessu sam­hengi, en það sem skipt­ir þó máli er að ríkið hef­ur fengið eðli­legt verð fyr­ir sinn hlut og það má ætla að svo verði áfram,“ segir hún.

„Það má gera ráða fyr­ir því að þeir aðilar sem mót­mæltu og töluðu niður sölu­ferlið á síðasta ári geri það aft­ur nú. Þá heyrðum við rök – sem í lang­flest­um til­vik­um reynd­ust röng – um að markaðsaðstæður væru ekki nógu góðar, eng­inn myndi vilja kaupa, að mögu­lega kynni ein­hver að mis­nota sér eign­ar­hald í bank­an­um líkt og gert var fyr­ir hrun (þó svo að reglu­verkið í kring­um bank­ana sé allt annað í dag) og þannig mætti áfram telja.“

„Betra að einkaaðilar eigi heilt fjós held­ur en að ríkið eigi eina mjólk­ur­kú“

Áslaug talar þá um það hvort rétt sé að ríkið selji frá sér fyrirtækin sín en oft hefur því líkt verið við að það sé að selja frá sér mjólkurkúna. „Í því sam­hengi eru tekn­ar sam­an töl­ur um arðgreiðslur yfir hent­ugt tíma­bil til að benda á að viðkom­andi fyr­ir­tæki hafi greitt svo og svo mikið í arð til rík­is­ins og því megi ekki selja það. Með öðrum orðum, að hér sé um mjólk­ur­kú að ræða sem ekki megi selja,“ segir hún.

„Það er aft­ur á móti vill­andi umræða. Jafn­vel þó svo að banki í eigu rík­is­ins hafi greitt ákveðna upp­hæð í arð í fortíðinni seg­ir það ekk­ert til um vænt­an­leg­ar arðgreiðslur í framtíðinni.“

Áslaug segist vona að Íslandsbanki sem og aðrir íslenskir bankar verði reknir með hagnaði á næstu árum og að þeir skili eigendum sínum hagnaði. „Það er þó ekk­ert sjálf­gefið í því og í raun veit eng­inn ná­kvæm­lega hvernig banka­rekst­ur mun líta út eft­ir nokk­ur ár í ljósi þeirr­ar miklu bylt­ing­ar sem er að eiga sér stað í fjár­tækni út um all­an heim. Það er þó eng­in ástæða til að ætla annað en að ís­lensk­ir bank­ar stand­ist tím­ans tönn í því og við höf­um nú þegar séð mikl­ar fram­far­ir og nýj­ung­ar í tækni­mál­um bank­anna sem gera þjón­ustu þeirra betri,“ segir hún.

Þá segir hún að það sé ekkert sjálfgefið að ríkið eigi að eiga allar mjólkurkýr. „Sér­stak­lega í áhættu­söm­um grein­um þar sem einkaaðilar eru bet­ur til þess falln­ir að gera bet­ur en rík­is­valdið. Fjár­mála­starf­semi fell­ur þar und­ir,“ segir hún.

„Rík­is­valdið á að tryggja að leik­ur­inn sé sann­gjarn og að skil­yrðin séu þannig að rekstr­ar­um­hverfið sé sam­keppn­is­hæft. Það er síðan annarra að skapa eða miðla verðmæt­um, sem að hluta til skila sér í skatt­greiðslum til rík­is­valds­ins. Það er betra að einkaaðilar eigi heilt fjós held­ur en að ríkið eigi eina mjólk­ur­kú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“