fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Vitni draga upp óhuganlega mynd í máli heilabiluðu systranna – Síminn tengdur öðrum síma, dyrabjallan aftengd og öryggismyndavél á heimilinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 24. mars 2022 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji dagur í aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Rocio Bertu Calvi Lozano, sem sökuð er um ævintýraleg fjársvik gagnvart öldruðum íslenskum systrum með heilabilun, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er hún meðal annars sökuð um að hafa ráðstafað tæplega 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu.

Systurnar umræddu eru fæddar árið 1928 og 1929 og eru báðar ógiftar og barnlausar. Þær áttu þó töluverðar eignir, meðal nokkrar íbúðir í Reykjavík. Yngri systirin var lögð inn á hjúkrunarheimili árið 2006 og fékk þá eldri systur sinni umboð til að sinna fjármálum hennar. Sú eldri veitti svo Rocio umboð til að fara með sín fjármál árið 2012, sem og umboð fyrir yngri systur sína.

Með þessu umboði tók Rocio hátt í 80 milljónir út af reikningum systranna, ýmist með úttektum, með því að kaupa gjaldeyri og með því að nota peningana í eigin þágu sem í þágu fjölskyldu sinnar. Hún hafi eins haft með sér ýmsa muni af heimili eldri systurinnar sem eru töluvert verðmætir.

Eftir að Rocio fékk umboðið gerðu systurnar nýja erfðaskrá þar sem Rocio var gerð að nánast einkaerfingja.

Dyrabjallan aftengd og viðgerð afþökkuð

Vísir greinir frá framburði vitna í málinu. Þeim virtist mörgum sem að Rocio hafi einangrað gömlu konuna frá umheiminum. Dyrabjalla hennar hafi verið aftengd og Rocio afþakkað viðgerð á henni, eins hafi sími konunnar verið tengdur við síma Rocio sem leyfði fólki sjaldan að fá samband við gömlu konuna. Eins hafi systkinabörn konunnar tekið eftir öryggismyndavél í íbúð hennar og við það ákveðið að koma eldri systurinni út úr íbúðinni og á hjúkrunarheimili.

Meðal vitna voru húsvörður og nágrannar gömlu konunnar í fjölbýlishúsi þar sem ásamt yngri systurinni átti fimm íbúðir og bjó í einni þeirra. Vitni greindu frá því að um tíma hafi foreldrar Rocio búið í einni íbúðinni og um einhvern tíma dóttir og bræður hennar líka. Húsvörðurinn greindi svo frá að þegar Rociu afþakkaði að dyrabjalla gömlu konunnar yrði lagfærð hafi hún á sama tíma óskað eftir því að bjallan í þeirri íbúð sem foreldrar hennar dvöldust yrði yfirfarinn.

Vitni greindu einnig frá því að erfitt hafi verið að fá að ræða við gömlu konuna eina, Rocio hafi alltaf verið með henni.

Lýsir djúpri vináttu við eldri systurina

Eins og DV hefur áður greint frá er ákæran á hendur Rocio gífurlega ítarleg, en hún var alls 52 blaðsíður. Þar er Rocio gert að sök að hafa notað sér andlegt ástand systranna til að fá þær til að gera sig að erfingja að næstum öllum eignum sínum, sem og tekið út rúmar 75 milljónir af reikningum þeirra, ýmist í reiðufé og eins með því að kaupa gjaldeyri og svo með því að ráðstafa peningunum í eigin þágu sem og í þágu fjölskyldu sinnar. Eins er henni gert að sök að hafa dregið að sér á fjórðu milljón með því að skuldfæra greiðslukort sín af reikningum systranna.  Eins er hún sökuð um að hafa stolið ýmsum munum af heimili eldri systurinnar, meðal annars hnífapörum, dúkum, styttum og stokkabelti fyrir upphlut sem er metinn á 1,8 milljón.

Sjá einnig: Ævintýraleg ákæra – færslurnar lýsa lúxus lifnaði

Vísir greinir einnig frá því að hald hafi verið lagt á fjögur listaverk, þar af tvö eftir Kjarval, sem fundust á heimili Rocio. En greitt hafði verið fyrir verkin með peningum yngri systurinnar.

Rocio neitar sök í málinu. Í greinargerð lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, er því lýst að djúp vinátta hafi verið meðal Rocio og eldri systurinnar. Það hafi verið val eldri systurinnar að verja tíma sínum með Rocio og vildi hún endurgjalda henni fyrir ást og umhyggju með því að arfleifa hana að eigum sínum. Rocio lýsir því svo að fjarskyldir ættingjar hafi numið eldri systurina brott af heimili sínu, svipt frelsi og flutt nauðug á bráðadeild.

Sjá einnig: Meintur fjársvikari lýsir djúpri vináttu við heilabiluðu systurina – Segir að fjölskyldan hafi komið illa fram við þær

Í ákæru kom þó einnig fram að Rocio hafi verið í slæmri fjárhagslegri stöðu þegar hún fékk umboð til að sinna fjármálum systranna. Hún hafi farið illa út úr hruninu og hafi skuldirnar numið yfir hundrað milljónum. Hún hafi eins verið atvinnulaus lengi vel og um tíma tekjulaus á meðan hún sinnti eldri systurinni.

Í ákæru er einnig rakið að þegar erfðaskráin var útbúin þar sem Rocio var gerð að nánast einkaerfingja systranna hafi sú yngir verið búsett á hjúkrunarheimili í sjö ár og þann tíma glímt við heilabilun. Eins hafi sú eldri verið komin með heilabilun og þar að auki verið orðin háð Rocio.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum