fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

10 ára úkraínsk fimleikastjarna drepin af rússneskum hermönnum – „Í huga mínum er bara mynd af lítilli stúlku í plastpoka“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 08:38

Kateryna með þjálfara sínum. Mynd:Instagram/@ meschanenkova_n

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 1.000 óbreytir úkraínskir borgarar hafa látið lífið í stríðinu þar í landi fram að þessu. Þetta eru opinberar tölur en reikna má með að mun fleiri hafi látist enda láta Rússar sprengjum rigna yfir borgir og bæi. Meðal hinna látnu er Kateryna Dyachenko 10 ára. Hún var ein helsta fimleikastjarna Úkraínu og átti glæsta framtíð fyrir sér.

Það var þjálfari hennar, Anastasia Meshchanenkova, sem skýrði frá láti hennar á Instagram.

„Það er ekki hægt að trúa þessu. Þessi yndislega manneskja er strax orðin engill. Ég skil ekki að við búum í svona hræðilegum og grimmum heimi,“ skrifaði Iliana Raeva, forseti búlgarska fimleikasambandsins, um Kateryna.

Samkvæmt fréttum frá Úkraínu þá var Kateryna heima hjá sér í Maríupól þegar sprengja lenti á húsinu.

Andlát hennar er auðvitað ekki hörmulegra eða minna hörmulegt en lát annarra sem hafa fallið í stríðinu en það hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi þar sem Kateryna þótti eiga glæsta framtíð fyrir sér í fimleikum.

Faðir hennar er einnig sagður hafa látist en móðir hennar og bróðir lifðu sprengjuárásina af.

„Hún dó. Hún dó bara af því að hún var í vegi fyrir rússneska hernum sem ætlar að brenna þessa sögufrægu borg til grunna. Hún verður ekki einu sinni jarðsett. Engin mun geta heimsótt hana í kirkjugarðinn. Í huga mínum er bara mynd af lítilli stúlku í plastpoka. Grafin í garðinum. Þannig er fólkið grafið núna. Er þetta virkilega 21. öldin,“ skrifaði Lidia Vynodradna, alþjóðlegur fimleikadómari, á Instagram um andlát Kateryna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara