fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Hinir „ógnvekjandi“ téténsku hermenn héldu sig frá vígvellinum – Voru uppteknir við myndatökur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 07:11

Téténskir hermenn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ramzan Kadyrov, sem ræður lögum og lofum í Téteníu, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Kadyrov sendi úrvalssveitir sínar til Úkraínu, skömmu eftir að innrásin hófst, til að berjast með rússneskum hersveitum.

Á heimavelli sjá úrvalssveitirnar um hafa stjórn á landsmönnum og koma í veg fyrir að aftur komi til uppreisnar gegn Rússlandi eins og hefur gerst tvisvar. Kadyrov situr á valdastól í skjóli Pútíns. Löngum hefur það orð farið af téténsku hersveitunum að þær séu grimmar og mjög bardagavanar. Það skaut því eflaust mörgum skelk í bringu þegar þær voru sendar til Úkraínu.

En eins og DV skýrði frá fyrr í vikunni þá eru téténsku hersveitirnar farnar aftur heim með skottið á milli lappanna eftir háðulega útreið í átökum við úkraínsku varnarsveitirnar. Hugsanlega var því lítil ástæða til að óttast þessa illræmdu hersveitir. Kadyrov hefur reynt að draga úr sögum um getuleysi hermanna sinna á vígvellinum en svo virðist sem þeir hafi verið uppteknari af að vera á samfélagsmiðlum en berjast.

Téténskar hersveitir halda heim eftir mikið mannfall í Úkraínu

Aleksandre Kvakhadze, vísindamaður hjá The Georgian Foundation for Strategic and International Studies, sérhæfir sig í rannsóknum á norðursvæði Kákasus þar sem Téténía er. Hann hefur farið í gegnum mikið magn aðgengilegra gagna um hvað téténsku hermennirnir voru að gera í Úkraínu. Mikið er til af gögnum um þá á þeim tíma sem þeir voru í Úkraínu því þeir virðast langflestir hafa tekið farsímana sína með  og hafi verið mjög uppteknir við að deila myndum frá stríðinu á samfélagsmiðlum. The Guardian hefur þetta eftir Kvakhadze.

„Myndirnar og margvísleg lýsigögn sýna að flestar téténsku hersveitanna voru að minnsta kosti 20 km frá víglínunni og að það sem þeir gerðu var að taka myndbönd  til að hvetja fólkið heima fyrir og kynda undir þá ímynd Kadyrov og hermanna hans að þeir séu góðir hermenn,“ sagði hann.

Einnig hafa komið fram upplýsingar um að téténsku hermennirnir hafi komið léttvopnaðir til Úkraínu og að þjálfun þeirra miðist við aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum en ekki þátttöku í stríði þar sem brynvarin ökutæki og þungavopn eru stór hluti af átökunum.

Ruslan Lewiev, hernaðarsérfræðingur hjá samtökunum Conflict Intelligence Team, fylgist með rússneskum hersveitum í Sýrlandi og Úkraínu tók í sama streng og Kvakhadze. „Allt bendir til að þeir séu gjörsamlega gagnslausir sem bardagahermenn. Þeir hafa ekki fengið rétta menntun eða undirbúning. Þeir geta ekki háð stríð. Það eina sem þeir geta er að pynta fanga, ræna fólki og drepa óvopnað fólk,“ sagði hann í samtali við Bild.

En téténska hermenn er ekki aðeins að finna í röðum rússnesku hersveitanna því hópur Téténa, sem eru í útlegð, hefur gengið til liðs við úkraínsku varnarsveitirnar og taka þeir þátt í vörnum Kyiv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum