fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segir friðarsamning nær útilokaðan – Pútín verður að sigra og Úkraínumenn finna sigurlykt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 05:14

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður stöðugt erfiðara fyrir Úkraínu og Rússland að komast að samkomulagi um vopnahlé og frið. Þetta er mat Kenneth Buhl sem er hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum.

Ekstra Bladet hefur eftir honum að eins og staðan sé núna þá finni Úkraínumenn lyktina af sigri og bardagavilji þeirra og óskin um frelsi sé sterkari en nokkru sinni. Á sama tíma verði misheppnaður hernaður Rússa sífellt vandræðalegri fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, sem hafi þörf fyrir skýran sigur í stríðinu til að halda andlitinu gagnvart landsmönnum sínum.

Rússneski herinn hefur mikla yfirburði, tæknilega séð, yfir þeim úkraínska, er með betri og öflugri vopn, bæði í landi og lofti, en skipulagning hans er svo léleg að hann hefur ekki náð að nýta sér þessa yfirburði. Úkraínumenn hafa það forskot að þeir geta falið sig í borgum og bæjum þegar barist er.

„Það er auðveldara að verjast í bæjum. Þeir geta falið sig í klóakkerfinu eða kjallara og áður en Rússarnir sjá þá eru þeir búnir að skjóta skriðdrekasprengju á rússneskan skriðdreka og því geta þeir ekki varist,“ sagði Buhl.

Hann sagðist telja af af þeim 38 milljónum Úkraínumanna sem enn eru í landinu hafi um tvær milljónir hlotið þjálfun í meðferð vopna. Það ráði 190.000 rússneskir hermenn ekki við: „Það þarf mikinn hernaðarmátt til að berjast gegn tveimur milljónum manna sem hafa svo mikið að berjast fyrir að það mun enda með að Rússar verða mjög fáliðaðir. Þetta vita Úkraínumenn vel. Þeir trúa á sigur og því eiga þeir erfitt með að sjá af hverju þeir ættu að gefast upp núna.“

Buhl sagði að vandi Pútíns sé að hann hafi talað Úkraínumenn svo mikið niður að hann muni líta veikburða út ef hann fellst á málamiðlun. Hann hafi sagt að Úkraínumenn séu ekkert annað en nýnasistar og eiturlyfjasjúklingar. Ef hann komi síðan eftir mánuð með málamiðlun muni almenningur hugsa með sér að annaðhvort hafi hann logið um Úkraínumennina eða að herinn sé veikburða.

Af þessum sökum telur Buhl að það sé að verða of seint að ná samningum.

Pútín hefur þörf fyrir sigur yfir Úkraínu til að tapa ekki andlitinu og Úkraínumenn eru reiðubúnari en nokkru sinni til að berjast fyrir því að hann sigri ekki. Það er mikill baráttuvilji hjá Úkraínumönnum sem hafa orðið fyrir miklu manntjóni. Ef þeir gefa eftir núna myndi það vera eins og landar þeirra hefðu dáið til einskis,“ sagði Buhl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum