fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Arnar í Sante hissa á áfrýjun og spyr hvar forstjórinn sé – „ÁTVR hefur nú opinberað sig sem algjörlega stjórnlausa stofnun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. mars 2022 21:33

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður og eigandi fyrirtækisins Sante sem ÁTVR hefur rekið mál gegn fyrir dómstólum undanfarin misseri segist hissa yfir ákvörðun ríkisfyrirtækisins um að áfrýja frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurðurinn féll í síðustu viku.

Arnar segir áfrýjunin ekki síst koma á óvart í ljósi þess hve afdráttarlaus úrskurðinn var og furðar sig á tilkynningu ÁTVR þar sem ákvörðun ríkisfyrirtækisins var tilkynnt. Þar sögðust stjórnendur ÁTVR telja rétt að ,,fá álit áfrýjunardómstóls á þeim álitamálum sem frávísun málanna er reist á.“

„Okkur er ekki ljóst hvaða álitamál gætu þarna verið á ferðinni því í 17 blaðsíðna úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á hverja og eina einustu málsástæðu okkar fyrir frávísun málsins,“ sagði Arnar í samtali við DV.

Málaferlin kostað skattgreiðendur tugi milljóna

„Það má velta fyrir sér hvaða rök búa að baki ákvörðun ÁTVR um að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur en þau eru varla lögfræðilegs eðlis nema ráðgjöf til stofnunarinnar sé léleg – sem er ekki útilokað,“ bætir hann við.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem jafnframt fer með málefni ÁTVR í ríkisstjórn Íslands sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að hann teldi ekki ástæðu til að áfrýja málinu. Aðspurður hvort hann teldi aðgerðir ÁTVR á skjön við orð ráðherrans sagði Arnar ÁTVR eiga lögum samkvæmt að starfa eftir stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. „Nú liggur hins vegar fyrir að ÁTVR ætlar engu að síður að kæra úrskurðinn, í óþökk æðsta yfirmanns stofnunarinnar. ÁTVR hefur nú opinberað sig sem algjörlega stjórnlausa stofnun sem virðir að vettugi stefnu stjórnvalda. Reyndar má segja að erindisleysi stofnunarinnar í umræddu dómsmáli sé í samræmi við almennt erindisleysi í sínum rekstri,“ bætir hann við.

„Og hvert er svo hið eiginlega markmið? Til þess að taka af neytendum nýfengið verslunarfrelsi, lægra vöruverð, aukinn kaupmátt og betra vöruúrval. Í þetta er búið að eyða tugum milljóna króna af almannafé og þrátt fyrir skýra niðurstöðu héraðsdóms stendur til að halda þessari erindisleysu áfram með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir alla,“ segir Arnar.

„Hvar er forstjórinn?“

Arnar segir að í ljósi orða fjármálaráðherra verði að spyrja forstjóri ÁTVR hvert hann sækir vald sitt. „Ekki dugir að spyrja aðstoðarforstjórann, það er ekki hann sem ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar heldur forstjórinn samkvæmt lögum um verslun með áfengi og tóbak,“ segir hann enn fremur.

„Forstjórinn getur ekki framselt ábyrgð sína til undirmanna. Hvar er forstjórinn? Við höfum aldrei heyrt í honum, aldrei séð hann og raunar þekkjum engan sem hefur talað við hann,“ segir Arnar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna