Tónlistarkonan Madonna er orðin 63 ára gömul og sannarlega mikill hafsjór af reynslu þegar kemur að því að kynna efnið sitt.
Nýlega kom út enn eitt remixið af laginu Frozen í samvinnu við Sickick en lagið kom upphaflega út á plötunni Ray of Light árið 1998.
Madonna hefur nóg fyrir stafni en nokkrir mánuðir er síðan hún sagðist vera að ljúka handritinu að bíómyndinni Material Girl sem fjallar um ævi Madonnu. Þær sem eru taldar líklegastar til að hreppa hlutverkið eru Julia Garner sem flestir þekkja úr Ozark og Inventing Anna, Florence Pugh úr Little Women, Alexa Demie úr Ephoria og síðast bættist á listann Emma Laird úr Mayor of Kingsman. Madonna stýrir þessu öllu og hefur lokaorðið um hver leikur hana í myndinni.
Hún birti myndband á Instagram þar sem hún hvetur fólk til að hlusta á nýja remixið af Frozen en hún segir líka ýmislegt annað í myndbandinu, og flest bæði furðulegt og samhengislaust.
Meðal þess sem hún segir er:
„Hæ. Þetta er Mer-donna. Þetta er Madonna, móðir Jesú.“
Sá sem virðist taka upp myndbandið segir henni að taka enn einn sopa og hún drekkur þá eitthvað sem líklega er áfengur drykkur því að sopanum loknum, eða þambinu öllu heldur, segir hún:
„Nógu stór? Hæ. Ég er full. Bíð eftir að kókaínið byrji að virka.“
Og síðan:
„Ekki snerta mig. Ég ætla að hringja á lögregluna.“
Hér má sjá myndbandið.
View this post on Instagram
Hér er síðan lagið góða, Sickick remix af Frozen.