Atlantshafsbandalagið, NATÓ, telur að á bilinu 7.000-15.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu í Úkraínu, en stríðið hófst fyrir fjórum vikum síðan.
Til samanburðar hefur verið nefnt að um 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Afganistan á 10 ára tímabili.
Embættismaður innan NATÓ segir mat bandalagsins byggja á upplýsingum frá úkraínskum yfirvöldum, þeim upplýsingum sem Rússar hafa gefið upp sem og hernaðarupplýsingum sem aflað hafi verið. NATÓ metur það einnig svo að fyrir hvern látinn rússneskan hermann séu um þrír sem eru særðir.