fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Minnir á Sovétríkin – Langar biðraðir víða í Rússlandi vegna refsiaðgerða Vesturlanda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. mars 2022 13:30

Rússar bíða þolinmóðir í röð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu eru farnar að bíta á almenning. Nú þarf fólk víða að bíða í röð til að geta keypt nauðsynjavörur og segja margir að ástandið minni á hvernig það var á tímum Sovétríkjanna.

Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að viku eftir að innrásin hófst hafi sykur og hveiti verið uppselt á mörkuðum í Moskvu. Þegar borgaryfirvöld hafi tilkynnt að þau myndu standa fyrir sérstökum mörkuðum með nauðsynjavörur í síðustu viku mættu mörg hundruð manns.

Viktor Nazarov sagði í samtali við The Guardian að fólk væri að deila upplýsingum sín á milli um hvar það geti fengið sykur. „Þetta er klikkun,“ sagði hann og bætti við að þetta minni á ástandið á tímum Sovétríkjanna.

Myndbönd hafa verið birt á samfélagsmiðlum af fólki að slást um sykur í verslunum. Á sama tíma hafa embættismenn haldið því fram að engin skortur sé á nauðsynjavörum.

Reikna má með að ástandið núna sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Fréttir
Í gær

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Í gær

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening